Fjórðungur hefur ekki verið bitinn né þekkir einhvern sem hefur verið bitinn. Samkvæmt niðurstöðunum eru konur aðeins líklegri til að verða fyrir biti og það er helst ungt fólk sem er bitið. 35% fólks á aldrinum 18 til 24 ára hefur verið bitið af lúsmýi en aðeins 18% þeirra sem eru 65 ára og eldri.
Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að búseta skiptir litlu máli varðandi bitin því íbúar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni verða fyrir bitum og fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins. Mýið virðist einnig vera jafn hrifið af opinberum starfsmönnum og þeim sem starfa í einkageiranum. En þeir sem starfa í þriðja geiranum virðast vera bragðbetri því 45% þeirra sögðust hafa verið bitnir af lúsmýi á síðustu 12 mánuðum en tæplega 30% opinberra starfsmanna og starfsmanna í einkageiranum höfðu verið bitnir.
Úrtakið í könnuninni var 2.600 manns og var svarhlutfallið 52%. Svörin voru vegin eftir kyni, aldri og búsetu.