fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Methagnaður hjá móðurfyrirtæki Google

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 08:33

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alphabet, sem er móðurfyrirtæki netrisans Google, hagnaðist vel á síðasta ársfjórðungi og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Google er aðaltekjulind fyrirtækisins. Samtals var hagnaðurinn 19,4 milljarðar dollara á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem fyrirtækið birti á þriðjudaginn.

Þetta er þrisvar sinnum meiri hagnaður en á fyrsta ársfjórðungi. Fjárfestar höfðu gert sér miklar vonir um afkomu tæknirisanna GoogleMicrosoft og Apple og virðast þær væntingar hafa gengið eftir.

Gengi hlutabréfa í Alphabet hefur næstum því fjórfaldast á síðustu fimm árum og þeir sem keyptu hlutabréf strax í upphafi árið 2004 hafa séð verðmæti hlutabréfa sinna aukast um 5.300 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar