fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Þór/KA stal stigi gegn Blikum í uppbótartíma

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 20:25

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór/KA tók á móti Breiðablik í 13. umferð Pepsi Max deildar kvenna á SaltPay vellinum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Þór/KA jafnaði seint í uppbótartíma.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir strax eftir 5. mínútna leik þegar fyrirgjöf hennar endaði í netinu. Heimakonur svöruðu strax þegar Colleen Kennedy skoraði mark úr skyndisókn.

Áslaug Munda kom Blikum aftur yfir á 24. mínútu eftir sendingu frá Hildi Antonsdóttur. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Seinni hálfleikur var nokkuð rólegur til að byrja með og lítið um opin færi. Lokamínúturnar voru þó stórskemmtilegar en Þór/KA sótti stíft og uppskar á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin. 2-2 jafntefli því niðurstaðan í kvöld. Blikar náðu því ekki að komast á toppinn og eru enn í 2. sæti.

Þór/KA 2 – 2 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir (´5)
1-1 Colleen Kennedy (´8)
1-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´24)
2-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (90+4)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Fagna þeir titlinum?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?

Þarf Arsenal að óttast Sádi Arabíu?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru að undirbúa tilboð í þann umdeilda hjá United

Eru að undirbúa tilboð í þann umdeilda hjá United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kane missir af leiknum sem hann hefur beðið eftir í langan tíma

Kane missir af leiknum sem hann hefur beðið eftir í langan tíma
433Sport
Í gær

England: Ipswich er fallið – Dramatík í tveimur leikjum

England: Ipswich er fallið – Dramatík í tveimur leikjum
433Sport
Í gær

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar

Óvænt á leið í Meistaradeildina og vilja fá stórt nafn í sumar