Þetta kemur fram á forskning.no. Haft er eftir Olav Hungnes, hjá norsku lýðheilsustofnuninni og yfirmanni norsku inflúensumiðstöðvarinnar, að mjög lítið hafi verið um inflúensutilfelli síðasta vetur.
Inflúensu er venjulega skipt í tvo flokka, A– eða B-. Nú virðist til dæmis sem ein undirtegund A-, 3c3.A, sé með öllu horfin og það sama á við um eina undirtegund B– sem nefnist Yamagata.
Bandaríska fréttaveitan Stat segir að síðast hafi inflúensutilfelli af þessum stofnum verið skráð í alþjóðlegan gagnagrunn í mars 2020. Það er því ekki annað að sjá en þessi afbrigði séu horfin.
En það er samt sem áður of snemmt að fagna 100% því afbrigðin geta enn verið í umferð einhvers staðar því ekki eru öll tilfelli skráð í gagnagrunninn.
Þrátt fyrir að einhver afbrigði hverfi af sjónarsviðinu þá eigum við ekki von á að inflúensa muni algjörlega hverfa af sjónarsviðinu og sagði Hungnes að hugsanlega verði næsti faraldur mjög slæmur því nú sé svo langt síðan inflúensa herjaði að ónæmiskerfi fólks sé ekki nógu virkt til að takast á við hana.