Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að nú hafi 129.303 látist af völdum COVID-19 í Bretlandi innan 28 daga frá því að þeir greindust með veiruna. Í heildina hafa 154.000 dauðsföll verið skráð þar sem COVID-19 er tilgreint sem banamein á dánarvottorði.
Yvonne Doyle, forstjóri landlæknisembættisins, sagði að enn væri mikið um smit og að faraldrinum sé ekki lokið. Fjöldi dauðsfalla í gær sé vegna mikils fjölda smita á síðustu vikum. Tölurnar sýni að Bretland sé enn að glíma við þriðju bylgju faraldursins.