fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Úlfúð vegna skopmyndar í Morgunblaðinu – „Falsfréttir á sterum. En Mogginn er geim“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 10:34

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi skopmyndateiknarinn Helgi Sig teiknaði mynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Teiknarinn virðist ekki vera mjög hlynntur bólusetningum, en myndin virðist hreinlega mæla gegn þeim. Yfirskrift myndarinnar er: „Glæpur gegn mannkyni fyrir allra augum?“, en á henni má sjá risastóra bólusetningarsprautu stingast í gegn um manneskju sem spyr sig: „Verður maður ekki að treysta „sérfræðingunum“?“.

Ekki eru allir sáttir með myndina, en Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans gagnrýnir myndina á Twitter. Þar bendir hann á að myndin sé í takt við samsæriskenningar er varða bólusetningar, en ekki endilega í samræmi við vísindin. Hann segir að myndin ýti undir falsfréttir og tekur fram að Morgunblaðið sé til í að birta myndina.

Blaðamaðurinn Helgi Seljan minnist einnig á myndina í færslu sinni á Twitter, sem hann kallar: „glæp gegn skopskyni fyrir fárra augum“. Hann deilir þá frétt frá The Guardian er varðar umdeilt lyf sem vísindamenn vilja ekki rannsaka af siðferðislegum ástæðum.

Myndin hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum og skapað miklar umræður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mynd frá Helga Sig vekur athygli, en DV tók saman umdeildustu myndirnar hans fyrr í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel