fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Meirihluti kjósenda VG hyggst kjósa annan flokk í haust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur þeirra sem kaus Vinstri græn í síðustu alþingiskosningum hyggst kjósa flokkinn í kosningunum í haust. Framsóknarflokkurinn endurheimtir töluvert af fylginu sem fór til Miðflokksins og fylgi VG, Miðflokksins og Samfylkingarinnar er á mikilli hreyfingu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að 49% kjósenda VG ætli að kjósa flokkinn aftur í haust. Rúmlega 16% þeirra ætla að kjósa Samfylkinguna, 12,4% Sósíalista og rúmlega 11% Pírata.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast vera trúir sínum flokki en rúmlega 80% þeirra sem kusu hann síðast ætla að kjósa hann aftur. 76% kjósenda Framsóknarflokksins ætla að kjósa flokkinn aftur en kjósendur Miðflokksins eru margir hverjir á leið heim í Framsóknarflokkinn því aðeins 58% þeirra ætla að kjósa Miðflokkinn aftur en 21% ætla að kjósa Framsóknarflokkinn.

Hjá kjósendum Samfylkingarinnar ætla 59% kjósenda að kjósa flokkinn aftur nú en 13% ætla að styðja Pírata og 10% Viðreisn.

Hvað varðar fylgi flokkanna þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,6% fylgi. Fylgi Vinstri grænna mælist tæplega 12%. Fylgi Viðreisnar 10,1%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 10,6% og fylgi Pírata mælist 13,3%. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 12,6% og Miðflokksins 5,6%. Fylgi Sósíalista mælist 6,1% en það myndi duga til að tryggja flokknum þingsæti.

Úrtakið í könnuninni var 2.600 manns, 18 ára og eldri, sem fengu könnun Prósents senda. Svarhlutfallið var 52% og voru svörin vegin eftir kyni, aldri og búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna