Fréttablaðið hefur þetta eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við erum að skoða þetta en erum ekki búin að festa tíma,“ sagði hún.
Hún sagði jafnframt að verið væri að skoða hvernig útfærslan verði en nákvæmar leiðbeiningar hafi ekki borist frá sóttvarnalækni. Hún sagði að ekki væri til skoðunar að flýta bólusetningunum enda séu það tilmæli frá sóttvarnalækni að ákveðinn tími líði frá því að fólk fær Janssen þar til það fær Pfizer.
Allir þeir sem fengu bóluefni frá Janssen munu fá boð í bólusetningu með bóluefninu frá Pfizer. Það eru 52.871 einstaklingar.