fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Bólusetja Janssenfólkið með Pfizer eftir miðjan ágúst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 07:04

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa verið bólusettir með bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni geta búist við að verða boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá Pfizer eftir miðjan ágúst.

Fréttablaðið hefur þetta eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við erum að skoða þetta en erum ekki búin að festa tíma,“ sagði hún.

Hún sagði jafnframt að verið væri að skoða hvernig útfærslan verði en nákvæmar leiðbeiningar hafi ekki borist frá sóttvarnalækni. Hún sagði að ekki væri til skoðunar að flýta bólusetningunum enda séu það tilmæli frá sóttvarnalækni að ákveðinn tími líði frá því að fólk fær Janssen þar til það fær Pfizer.

Allir þeir sem fengu bóluefni frá Janssen munu fá boð í bólusetningu með bóluefninu frá Pfizer. Það eru 52.871 einstaklingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík