fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. júlí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur náð sáttum við við forystu flokksins eftir mikið ósætti í vor í kjölfar þess að uppstillingarnefnd flokksins bauð honum neðsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Benedikt afþakkaði það og einnig afþakkaði hann annað sæti sæti listans eftir að honum var boðið það í kjölfar uppnámsins sem varð vegna þessara ráðstafana. Vildi hann fá afsökunarbeiðni í kaupbæti sem var ekki í boði.

Þann 21. maí sagði Benedikt:

„Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“

Sjá einnig: Kaldar kveðjur Viðreisnar til stofnandans

Benedikt og Þorgerður lýsa yfir sáttum

Benedikt hefur nú birt fréttatilkynningu þar sem kemur fram að hann og formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi náð fullum sáttum. Bæði tjá sig um málið í tilkynningunni. Stefnt er að því að prófkjör verði meginregla hjá flokknum í framtíðinni en ekki verði stillt upp á lista eins og var að þessu sinni. Benedikt segir.

„Stjórn Viðreisnar samþykkti á fimmtudag tillögur sem snúa að breytingum á reglum um innra starf flokksins. Fyrir skömmu var stofnað málfundafélagið Endurreisn sem berst fyrir heiðarleika, góðum stjórnarháttum, drenglyndi í stjórnmálum, frelsi, jafnrétti, stöðugu efnahagslífi og réttlæti. Formaður Endurreisnar var kjörinn Benedikt Jóhannesson.

Nú hefur náðst samkomulag um að Endurreisn verði félag innan Viðreisnar, horft sé fram á veginn og allir félagar berjist innan Viðreisnar fyrir hugsjónum flokksins.

Tillögurnar snúast um að bæta innra starf Viðreisnar enn frekar og felast meðal annars í því að prófkjör verði meginregla um val á efstu sætum lista flokksins. Tillaga um slíkt mun koma til umræðu á komandi landsþingi.“

Þorgerður Katrín, formaður flokksins lýsir yfir ánægju með þetta samkomulag og er sérstaklega sátt við að Benedikt starfi áfram fyrir flokkinn enda sé hann öflugur liðsmaður:

„Ég er ánægð með að samkomulag hafi náðst og þá sérstaklega með að Benedikt muni áfram starfa með flokknum enda öflugur liðsmaður. Við höfum sameiginlega sýn á það hvernig gera má íslenskt samfélag betra og ég hef fulla trú á því að saman eigum við eftir að gera flokkinn sterkari.“

Benedikt segist ætla að starfa að fullum heilindum að innan Viðreisnar. Ekkert kemur hins vegar fram um hvort hann muni taka sæti á lista flokksins fyrir næstu kosningar en líklega er útséð um það:

„Nú skiptir máli að snúa bökum saman og berjast saman fyrir nauðsynlegum grundvallarbreytingum á íslensku samfélagi en áherslumál Viðreisnar hafa aldrei verið eins mikilvæg fyrir þjóðina og einmitt núna.

Það þarf að setja á oddinn að reisa fjárhag ríkisins eftir Covid-faraldurinn og hallarekstur undanfarin ár, aflaheimildir verði seldar á markaði til takmarkaðs tíma þannig að hluti þeirra verði boðinn upp á hverju ári, kosningaréttur allra verði jafn, óháð búsetu, innflutningur matvæla verði frjáls og tollar og önnur gjöld á þau afnumdir.

Gengi krónunnar verði tengt við evru með það að markmiði að hægt verði að taka upp evru þegar þar að kemur, ríki og sveitarfélög hætti að sinna verkefnum sem einkaaðilar geta sinnt og aðför að einkarekstri í heilbrigðiskerfinu verði hætt.

Hér eftir sem hingað til mun ég starfa af fullum heilindum að þessum markmiðum innan Viðreisnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG