Í skýrslunum kemur fram að háum fjárhæðum hafi verið eitt í ýmislegt tengt faraldrinum og ekki hafi eyðslan alltaf verið skynsamleg. Til dæmis var sem svarar til um 3.400 milljörðum íslenskra króna eytt í ónothæfan hlífðarbúnað.
PAC segir að ríkisstjórnin verði að læra af mistökum sínum og bæta úr áður en opinber rannsókn á viðbrögðum við heimsfaraldrinum hefst en gengið er út frá að hún verði gerð á næsta ári. Meg Hillier, formaður PAC, sagði í gær að miðað við þær háu fjárhæðir sem hafi verið notaðar í eitt og annað tengt faraldrinum til þessa verði ríkisstjórnin að ákveða hvernig tekist verður á við faraldurinn í framtíðinni og hversu lengi.
Hún sagði að meðal þeirrar áhættu sem skattgreiðendur hafi á bakinu næstu 20 árin vegna heimsfaraldursins séu enduruppbyggingarlán til menningarmála. PAC segir einnig að reikna megi með að fjárhæð sem svarar til 4.500 milljarða íslenskra króna muni tapast vegna svika og greiðslufalls hjá fyrirtækjum sem hafa fengið lán hjá ríkinu til að komast í gegnum faraldurinn.