Frá þeim degi verður fólk að vera bólusett eða að hafa verið smitað af veirunni til að fá aðgang að líkamsræktarstöðvum, veitingastöðum og söfnum. Einnig nægir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Ríkisstjórnin tilkynnti þetta í gærkvöldi. Einnig var tilkynnt að núverandi neyðarréttaástand verði framlengt til ársloka.
Mario Draghi, forsætisráðherra, sagði að Deltaafbrigði veirunnar ógni samfélaginu vegna þess hversu hratt það breiðist út. Roberto Speranza, heilbrigðisráðherra, hvatti fólk til að láta bólusetja sig.
Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,3 milljónir Ítala smitast af veirunni og tæplega 128.000 hafa látist. Rúmlega 60 milljónir búa í landinu og nú hafa 53% landsmanna, 12 ára og eldri, lokið bólusetningu.