Demantarnir, eða öllu heldur steinarnir, voru settir í lokaða buddu og átti að geyma þá í peningaskáp Boodles þar til greiðsla væri innt af hendi. En demantasérfræðingur fyrirtækisins fylltist grunsemdum og fór að skoða málið. Þegar buddan var opnuð voru bara sjö litlir steinar í henni.
Þetta kom fram fyrir dómi í Southwark í síðustu viku en réttarhöld standa nú yfir í málinu. The Guardian skýrir frá þessu.
Saksóknarinn sagði að um vel útfærðan þjófnað hafi verið að ræða. Lakatos, sem er sextug, fæddist í Rúmeníu en bjó í Frakklandi þegar hún stal demöntunum, neitaði að hafa tekið þátt í samsæri um að stela demöntunum. Hún var handtekin í Frakklandi í september á síðasta ári og framseld til Bretlands.
Demantarnir sjö voru að verðmæti 4,2 milljóna punda en það svarar til um 715 milljóna íslenskra króna.