fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 06:59

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn greindust 56 kórónuveirusmit og voru 18 hinna smituðu í sóttkví en 38 utan sóttkvíar. 43 af þessum 56 höfðu lokið bólusetningu, tveir höfðu hafið bólusetning og 11 eru óbólusettir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tillögur að sóttvarnaaðgerðum innanlands séu í skoðun vegna uppsveiflu í faraldrinum. Hann segir að í tengslum við útihátíðir geti hugsanlega komið upp hundruð ef ekki þúsundir smita.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að um 220 manns séu í einangrun og í eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans. Langflestir eru með lítil sem engin einkenni, einn er með aukin og svæsnari einkenni og einn með alvarleg einkenni. Morgunblaðið hefur eftir Runólfi Pálssyni, yfirlækni COVID-göngudeildarinnar, að hann hafi ekki góða tilfinningu vegna þeirrar stefnu sem faraldurinn hefur tekið. Hann telur að búast megi við að einhverjir muni veikjast alvarlega þrátt fyrir að bólusetning verji flesta fyrir alvarlegum veikindum.

Af þeim sem nú eru í einangrun er 100 á aldrinum 18 til 29 ára eða 44% af heildarfjöldanum. Þórólfur Guðnason staðfesti fyrr í vikunni að flest smitin tengist skemmtistöðum og í Bankastræti og ferð ungmenna til Lundúna.

Margir hafa kallað eftir takmörkunum á afgreiðslutíma skemmtistaða og banni við útihátíðum á borð við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vegna stöðunnar sem er uppi. Morgunblaðið hefur eftir Þórólfi að slíkar takmarkanir séu til umræðu. „Á stað eins og Þjóðhátíð getur einn einstaklingur fengið ansi mikið og útbreitt smit eftir eina helgi sem væri mjög erfitt að eiga við. Við gætum fengið hundruð og þúsundir smita eftir slíkt,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“
Fréttir
Í gær

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“
Fréttir
Í gær

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun
Fréttir
Í gær

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“