fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hann er einn áhrifamesti andstæðingur bólusetninga í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 05:55

Robert F. Kennedy Jr. er í óháðu framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert F. Kennedy Jr., frændi John F. Kennedy fyrrum Bandaríkjaforseta, er einn af áhrifamestu andstæðingum bólusetninga í Bandaríkjunum. Í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate (CCDH) er bent á tólf manns, sem eru nefnd „the disinformation dozen“, sem eru talin vera hættulegustu andstæðingar bóluefna í Bandaríkjunum. Tólfmenningarnir eiga það sameiginlegt að nýta sér samfélagsmiðla til að dreifa röngum upplýsingum og samsæriskenningum um kórónuveiruna og bóluefni gegn henni.

Tólfmenningarnir eru þeir sem eru með flesta fylgjendur og senda frá sér mikið magn rangra upplýsinga og áróðurs. Tólfmenningarnir heita: Joseph Mercola, Robert F. Kennedy Jr., Ty og Charlene Bollinger, Sherry Tenpenny, Rizza Islam, Rashid Buttar, Erin Elizabeth, Sayer Ji, Kelly Brogan, Chritiane Northrup, Ben Tapper og Kevin Jenkins.

Kennedy stendur á bak við heimasíðuna Children‘s Health Defence og mörg hundruð þúsund manns fylgja honum á samfélagsmiðlum. Á heimasíðunni kemur meðal annars fram að bóluefni skaði börn og geti valdið tjóni á taugakerfinu, ónæmiskerfinu og innri líffærum. Einnig kemur fram að þau geti valdið einhverfu og sjálfsónæmi.

Anthony Fauci, helsti veirufræðingur Bandaríkjanna, er sagður vera „keisari lyfjamafíunnar“ og bandarísk yfirvöld eru sögð ljúga til um hversu margir látast af völdum bóluefna.

Kennedy er með aðganga á Facebook og Twitter en hefur verið úthýst af Instagram vegna brota á reglum miðilsins. Á heimasíðunni segist hann hafa verið útilokaður frá Instagram af því að hann sé við það að afhjúpa endalok lýðræðisins eins og við þekkjum það.

Í skýrslu CCDH kemur fram að 483 færslur á Facebook hafi verið skoðaðar en þær höfðu verið endurbirtar 689.000 af notendum miðilsins í 10 lokuðum hópum og 20 opnum hópum.

Í skýrslunni kemur fram að tólfmenningarnir standa á bak við 73% af innihaldinu í þessum færslum. Á Twitter standa þeir á bak við 17%.

CCDH skoðaði 425 aðganga þar sem röngum upplýsingum um bólusetningar er dreift sem og efasemdum um gagnsemi þeirra. 59,2 milljónir fylgja þessum reikningum. „Það er mjög margt fólk sem deilir innihaldinu en fáir sem búa það til,“ segir í skýrslu CCDH þar sem samfélagsmiðlarnir eru gagnrýndir fyrir að taka ekki meiri ábyrgð á birtingu og deilingu á röngum upplýsingum og samsæriskenningum. „Þrátt fyrir að tólfmenningarnir hafi brotið reglur samfélagsmiðlanna eru þeir enn með aðganga á þeim. Rannsóknir okkar sýna að samfélagsmiðlarnir fjarlæga aðeins um fimm prósent af röngum upplýsingum um kórónuveiruna og bóluefnin,“ segir í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn