Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að pilturinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en sé vistaður á geðdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn.
Málið er mikið áfall fyrir íbúa borgríkisins en glæpir eru afar fátíðir þar. Landsmenn telja landið eitt það öruggasta í heimi og ofbeldisverk eru afar fátíð í skólum landsins.
Lögreglan segir að fórnarlambið hafi fundist liggjandi inni á salerni River Valley High School og hafi verið með fjölda áverka. Pilturinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan telur ekki að piltarnir hafi þekkst og reynir nú að komast að hvað lá að baki árásinni.
Dauðarefsingum er beitt í Singapúr en þar sem meintur gerandi er yngri en 18 ára er lífstíðarfangelsi þyngsti dómurinn sem hann getur hlotið.
K. Shanmugam, innanríkisráðherra, tjáði sig um málið á Facebook og sagði að það væri dæmi um eitt það versta sem foreldrar geta upplifað. Hvað varðar öxina sagði hann að ýmislegt bendi til að hinn handtekni hafi keypt hana á netinu.