Samkeppnin á markaðnum hefur harðnað og streymisveitur á borð við Disney+ og HBO veita Netflix harða samkeppni.
Netflix segir að nú sé verið að undirbúa að bjóða upp á tölvuleiki sem verði hluti af áskriftinni án þess að verðið hækki. Sérstök áhersla verður lögð á tölvuleiki fyrir farsíma. Þetta gæti laðað nýja áskrifendur að, væntanlega yngri kynslóðirnar, en fyrirtækið ætlar einnig að beina sjónum sínum að eldri kynslóðunum með því að leggja meiri áherslu á efni sem höfðar til þeirra, til dæmis glæpamyndir og heimildarmyndir auk dramaþátta og mynda sem byggjast á sögulegum atburðum.