fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að frægur spádómur frá 1972 virðist vera að rætast – Spáði fyrir um hrun samfélagsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 06:59

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekki verður gerð róttæk breyting á stefnu þeirra mála er mikilvægust eru á alþjóðavísu stefnir mannlegt samfélag í hrun á næstu tveimur áratugum. Þetta er nýtt mat á skýrslu vísindamanna við bandaríska háskólann MIT frá 1972 en það hefur vakið mikla athygli að undanförnu.

Í skýrslunni, sem var gefin út í bókarformi og varð metsölubók, færa vísindamenn við MIT rök fyrir því að iðnaðarsamfélagið muni hrynja til grunna ef fyrirtæki og stjórnvöld haldi áfram að eltast við hagvöxt óháð því hvað það kostar. Bókin heitir „The Limits to Growth“ og kom út 1972.

Vísindamennirnir settu fram 12 mögulegar sviðsmyndir fyrir framtíðina en flestar þeirra ganga út á að náttúruauðlindir verði svo  naumar að hagvöxtur verði útilokaður og af þeim sökum muni velferð fólks verða úr sögunni.

Frægasta sviðsmyndin, sem er dregin upp í bókinni, nefnist the Business as Usual en samkvæmt henni þá nær hagvöxtur hámarki um 2040 en þá taki við snörp niðurleið og það sama á við um mannfjölda, aðgengi að mat og náttúruauðlindum.

Þetta „hrun“ mun ekki marka endalok mannkynsins en mun að mati vísindamannanna gjörbreyta lifnaðarháttum okkar og skerða þau gæði sem við höfum búið við og mun það ástand vara áratugum saman.

Vice fjallaði nýlega um þetta og hver staðan sé nú, tæplega hálfri öld eftir að bókin kom út. Bent er á að í umfjöllun Gaya Herrington, sérfræðings hjá KPMG, komi fram að miðað við núverandi gögn og ástand heimsmála, mælt út frá 10 þáttum á borð við mannfjölda, frjósemi, mengun, matvælaframleiðslu og iðnframleiðslu, þá sé staðan mjög nálægt því að vera eins og vísindamennirnir spáðu fyrir um í bók sinni og því stefni í að spádómar þeirra um að ekki sé endalaust hægt að halda áfram að stefna að hagvexti rætist og það með tilheyrandi áhrifum á mannlegt samfélag.

Góðu fréttirnar eru að ekki er of seint að snúa þessari þróun við og byrja að takmarka hagvöxt áður en skortur á náttúruauðlindum þvingar okkur til þess. Þetta muni síðan leiða til þess að fólk vilji síður eignast mörg börn, aðgengi að getnaðarvörnum verði gott og iðnframleiðsla dragist saman og meiri áhersla verði lögð á heilbrigðismál og menntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga