fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hópslagsmál og menn vopnaðir hnífum – Allir fangaklefar fylltust

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. júlí 2021 15:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gríðarlega mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Raunar var svo mikið að gera hjá lögreglunni að ekki náðist að senda út tilkynningu með verkefnum lögreglunnar í morgun en nú þegar leið á daginn náði lögreglan að greina frá því sem hafði gerst.

Mikið var um ölvun, slys og slagsmál í miðbænum í nótt. Til að mynda var tilkynnt um tvo menn að slást um klukkan hálf tvö í nótt í miðbænum en annar mannanna var með hníf. Fljótlega eftir það var tilkynnt um æstan aðila með gólfkylfu í hendi í miðbænum en sá aðili hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þá var tilkynnt um hópslagsmál um klukkan hálf fimm í nótt. Einn aðili í þeim slagsmálum var vopnaður hníf en annar var vopnaður hamri. Báðir aðilar voru handteknir en svo látnir lausir stuttu síðar eftir upplýsingaöflun lögreglu. Um fimm mínútum eftir að þessi hópslagsmál voru tilkynnt var tilkynnt um önnur hópslagsmál í miðbænum en þau voru búin áður en lögreglan mætti á svæðið.

Nokkuð var um innbrot í bíla. Tilkynnt var til dæmis um innbrot í fjölda bifreiða við fyrirtæki í miðborginni en rúðurnar í bílunum voru brotnar og ýmsum munum var stolið.

Almennt var mikið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál en allir fangaklefar voru fullir eftir nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“