ÍA tók á móti Val í 13. umferð Pepsi-Max deildar karla. Þar höfðu Skagamenn betur í 2-1 sigri.
ÍA komst yfir snemma í seinni hálfleik þegar Sebastian Hedlund skallaði boltann í eigið net eftir hornspyrnu. Heimamenn tvöfölduðu forystuna á 65. mínútu og aftur var það sjálfsmark en nú var það Johannes Vall sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir skot frá Sindra Snæ Magnússyni.
Valsmenn sóttu stíft og uppskáru á 73. mínútu þegar Kaj Leo skoraði mark með frábæru skoti. Bæði lið sóttu eftir markið og fengu bæði dauðafæri. EKki var meira skorað og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í 57 daga.
ÍA 2 – 1 Valur
1-0 Sebastian Hedlund (´49 sjálfsmark)
2-0 Johannes Vall (´65 sjálfsmark)
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu (´73)