Fram kemur að Vinstri græn tapi þriðjungi fylgis síns frá síðustu kosningum og fái nú sjö þingsæti. Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá 16 þingmenn nú en það er sami fjöldi og í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum 8 þingmönnum og bæta við sig fylgi.
Hvað varðar stjórnarandstöðuna þá myndi fylgi hennar aukast og hún bæta við sig þingmönnum. Sósíalistar myndu fá þrjá þingmenn og koma sem nýr flokkur inn á þing og sama þingmannafjölda myndu Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá. Miðflokkurinn myndi þannig tapa 6 sætum en Flokkur fólksins bæta við sig einu miðað við núverandi fjölda þingmanna. Viðreisn myndi fá 6 þingmenn og bæta við sig tveimur. Píratar myndu fá 8 þingmenn og bæta við sig tveimur. Samfylkingin myndi fá 9 þingmenn og bæta við sig tveimur.
Ef þetta verður niðurstaðan verður ekki hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn og fjögurra flokka stjórn verður aðeins möguleg með aðild Sjálfstæðisflokksins.