Klámstjarnan Riley Reid hefur fengið holskeflu ljótra athugasemda á alnetinu eftir að hún gifti sig á dögunum. Riley giftist hinum lettlenska Pasha Petkuns í Los Angeles í Bandaríkjunum en Pasha er atvinnumaður í parkúri en parkúr er nokkurs konar götufimleikar.
Eftir að greint var frá giftingu Riley og Pasha hafa margir netverjar tjáð sig um það á samfélagsmiðlinum Twitter, mikill fjöldi af athugasemdum fólks eru ekki af hinu góða. „Það er ekki möguleiki að einhver hafi gifst Riley Reid,“ skrifar til að mynda einn. „Af hverju í andskotanum myndirðu giftast einhverri eins og henni?“ spurði annar í einkaskilaboðum sem hann sendi á eiginmann klámstjörnunnar. „Giftistu klámstjörnu? Mamma þín hlýtur að vera stolt,“ skrifaði síðan enn annar í athugasemd við mynd úr brúðkaupinu sem Riley birti á samfélagsmiðlum.
Sem betur fer eru ekki allar athugasemdir af þessum toga, margir hrósa þeim og óska þeim til hamingju. Lena The Plug, kollegi Riley Reid í klámiðnaðinum, er til að mynda ein af þeim sem sendir þeim kveðju. „Við elskum að sjá þetta!“ skrifaði Lena. „Ég elska ykkur! Til hamingju!“ skrifar klámstjarnan Cherie DeVille og fleiri taka í sama streng.
Svo virðist vera sem Riley og Pasha séu að njóta lífsins sem hjón. Riley hafði áður opnað sig um óttann við að finna aldrei maka sökum þess að hún er klámstjarna en sá ótti varð að engu þegar hún og Pasha kynntust.
„Ég hef aldrei áður átt kærasta sem er stoltur af starfinu mínu. Ég hef átt tvo aðra „venjulega“ kærasta, þegar ég segi „venjulegir“ þá meina ég að þeir voru ekki líka í klámi. Bæði þau sambönd enduðu með því að þeir sögðu mér að velja klámið eða þá. Ég hef alltaf valið klámið. Ég hef þó átt erfitt með valið og velt því fyrir mér hvort ég hafi valið rétt. Ég óttaðist stundum að ég hafi misst tækifærið mitt þegar kemur að ást og hamingju.“