fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Virka andlitsgrímur gegn kórónuveirunni? Þetta segja niðurstöður rannsókna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 22:00

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim var fólki gert að nota andlitsgrímur eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. En gera þær eitthvað gagn? Um það hafa verið skiptar skoðanir. Í nýlegri umfjöllun Sky News um málið var farið yfir þetta og skýrt frá niðurstöðum rannsókna sem sanna að andlitsgrímurnar gera gagn og draga úr smiti.

Það hefur verið sýnt fram á að kórónuveiran berst aðallega með lofti, með örsmáum dropum sem berast frá vitum okkar og aðrir anda að sér.

Í umfjöllun Sky News kemur fram að margar tilraunir á rannsóknarstofum og niðurstöður margra rannsókna sýni að einn helsti ávinningurinn við að nota andlitsgrímur sé að þær komi í veg fyrir að um 80% af þessum örsmáu dropum sleppi út í loftið og geti komið í veg fyrir að annað fólk andi 50% þeirra að sér.

Hvað varðar rannsóknar úti á vettvangi, meðal fólks, er erfiðara að koma þeim við en bandaríska smitsjúkdómastofnunin, CDC, hefur bent á niðurstöður nokkurra.

Í einni komu tveir hárgreiðslumeistarar við sögu. Þeir voru báðir með einkenni COVID-19. Á átta daga tímabili áttu þeir í samskiptum við 139 manns. Bæði hárgreiðslumeistararnir og viðskiptavinirnir notuðu andlitsgrímur. 67 af viðskiptavinunum féllust á að ræða við rannsakendur og fara í sýnatöku. Enginn þeirra reyndist hafa smitast.

Niðurstöður kínverskrar rannsóknar, sem var byggð á smitum á 124 heimilum, sýna að ef bæði sá smitaði og aðrir heimilismenn notuðu andlitsgrímur voru smitin 79% færri en annars.

Um borð í flugmóðurskipinu USS Theodre Roosevelt, þar sem þröngt er um áhöfnina og ekki auðvelt að stunda félagsforðun, sýndi rannsókn að 70% minni líkur voru á smiti hjá þeim sem notuðu andlitsgrímur.

Niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar, sem var birt í vísindaritinu The Lancet, sýna að notkun andlitsgríma gerði að verkum að aðeins voru 3% líkur að smitast af kórónuveirunni. Rannsóknin var byggð á gögnum úr 172 rannsóknum frá 16 löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana