Carla Bellucci, sem hefur meðal annars borið titilinn „hataðasta kona Bretlands“, hefur opnað sig í viðtali við Daily Star um starf sitt og skoðannir annara sér. Hún er ólétt um þessar mundir, en á dögunum var greint frá því að hún væri að selja kynferðislegar myndir af sér ófrískri á OnlyFans. Þá ætlar hún sér að streyma fæðingunni í beinni útsendingu í gegn um síðuna umdeildu.
Bellucci er nokkurra barna móðir. Í viðtalinu sem um ræður hjólar hún í mæður barna í skólanum sem hennar eigin barn er í, sem hún segir vera óhræddar með að láta svæsnar sögur um sig flakka.
„Foreldrafundir eru martröð vegna þess að ég finn fyrir því að þær eru að tala um mig á meðan ég labba fram hjá þeim,“
Þá segir hún hinar mæðurnar hafa staðið að undirskriftasöfnun til að koma henni af OnlyFans.
„Ég hef heyrt að þær hittist til að tala um mig. Það er klikkað. Ég hreinlega næ ekki utan um það!“ segir hún og bætir við: „Þessar mæður hittast í vínsmökkun til að slúðra. Ég hef heyrt að þær hittist á kaffihúsum til að segja lygasögur um mig,“
Carla er einnig ansi ósátt með að vera kölluð kámstjarna, en hún vill meina að hún sé glamúr-módel. „Ég er svo fordæmd fyrir að vera á OnlyFans að ég er kölluð klámstjarna,“
„Þau segja að ég sé glyðra því ég fór einu sinni úr bolnum,“ segir Bellucci. „Þau elska að minnast á að ég var einu sinni berbrjósta í slúðurtímaritum. Þau elska að tala um það og munu aldrei hætta því.“
Þá segir hún að mæðurnar sendi henni móðgandi skilaboð á netinu. Þrátt fyrir allt það fullyrðir hún að sumar mæðurnar kaupi áskrift af henni á OnlyFans, sumar til að meiða hana, en aðrar af forvitni.
Carla Bellucci segist vorkenna mæðrunum sem fordæma sig. „Þetta fær mig til að hugsa um hversu ömurlegt líf þeirra sé,“ segir hún. „Mín skilaboð til þeirra væru: verið hamingjusamar og hættið að dæma.“
„Ef þær eru svona forrvitnar um OnlyFans mættu þær kannski bara gerast heitar og stofna aðgang!“ segir Carla, en ekki nóg með það heldur bætir hún við: „Það er freistandi að bjóða upp á námskeið handa þessum mömmu-risaeðlum til þess að kenna þeim að vera heitar.“
Líkt og áður segir hefur Carla Bellucci hlotið nafnbótina „hataðasta kona Bretlands“ eftir að hún viðurkenndi að hafa „reynt við“ lækna og þóst glíma við andleg veikindi til að láta ríkið greiða fyrir fegrunaraðgerð á nefi.