Sciencemag skýrir frá þessu. „Við klórum okkur enn í höfðinu yfir þessu,“ hefur miðillinn eftir David Stallknecht, dýrafarsóttarfræðingi.
Sjúkdómurinn hefur verið staðfestur hjá að minnsta kosti einum tug tegunda og sérstaklega hjá ungum fuglum. Það er ekkert hægt að gera við sjúkdómnum svo fuglarnir drepast eða eru aflífaðir.
Jennifer Toussaint, yfirmaður dýraeftirlitsins í Arlington, segir að týpísk einkenni sjúkdómsins séu að fuglarnir séu sljóir, jafnvægisskyn þeirra sé úr skorðum og stundum vaxi himna yfir augu þeirra.
Mörg hundruð fuglar hafa verið krufnir en vísindamenn eru engu nær um hvað veldur þessum sjúkdómi en hafa getað útilokað að um salmonellu sé að ræða sem og fjölda veira og sníkjudýra.