fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfullur sjúkdómur gerir út af við smáfugla í stórum stíl

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 19:31

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur sjúkdómur hefur síðan í maí drepið óteljandi smáfugla í austurhluta Bandaríkjanna. Fyrsta tilfellið kom upp nærri Washington D.C. og síðan hafa sífellt fleiri komið fram. Allt til Kentucky og Indiana í vestri og Pennsylvania í austri.

Sciencemag skýrir frá þessu. „Við klórum okkur enn í höfðinu yfir þessu,“ hefur miðillinn eftir David Stallknecht, dýrafarsóttarfræðingi.

Sjúkdómurinn hefur verið staðfestur hjá að minnsta kosti einum tug tegunda og sérstaklega hjá ungum fuglum. Það er ekkert hægt að gera við sjúkdómnum svo fuglarnir drepast eða eru aflífaðir.

Jennifer Toussaint, yfirmaður dýraeftirlitsins í Arlington, segir að týpísk einkenni sjúkdómsins séu að fuglarnir séu sljóir, jafnvægisskyn þeirra sé úr skorðum og stundum vaxi himna yfir augu þeirra.

Mörg hundruð fuglar hafa verið krufnir en vísindamenn eru engu nær um hvað veldur þessum sjúkdómi en hafa getað útilokað að um salmonellu sé að ræða sem og fjölda veira og sníkjudýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga