BBC skýrir frá þessu og segir að mótmælin séu mjög athyglisverð í ljósi þess að þeim sem gagnrýna stjórnvöld sé yfirleitt refsað af mikilli hörku.
Miguel Díaz-Canel, forseti, hvatti stuðningsfólk kommúnistastjórnarinnar til að berjast gegn mótmælendunum.
„Þeir leifa okkur ekki að lifa,“ sagði einn mótmælandi, Alejandro, í samtali við BBC og lagði áherslu á að skortur væri á mat, lyfjum og frelsi á Kúbu.
Mótmælendur kröfðust frelsis og hrópuðu „niður með einræðisstjórnina“ þegar þeir mótmæltu í borgum og bæjum um allt land, þar á meðal í höfuðborginni Havana. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breytingar. Við viljum ekki einræðisstjórn lengur,“ hefur BBC eftir ónafngreindum mótmælanda.
Nú hafa öryggissveitir handtekið fjölda mótmælenda og á myndum á samfélagsmiðlum sjást öryggissveitirnar handtaka og berja fólk og úða piparúða á það.
Efnahagsástandið á Kúbu hefur farið versnandi undanfarin tvö ár. Ríkisstjórnin kennir aðallega refsiaðgerðum Bandaríkjanna um og heimsfaraldrinum en gagnrýnendur hennar segja að ástæðan sé að ríkisstjórnin sé pólitískt getulaus og eins flokks kerfi landsins eigi einnig hlut að máli.