fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ávinna sér ekki bótarétt fyrir þátttöku í „Hefjum störf“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa verið ráðnir til starfa í gegnum „Hefjum störf“ átak Vinnumálastofnunar ávinna sér ekki bótarétt á þeim tíma sem þeir sinna starfinu sem þeir eru ráðnir í. Rúmlega 4.500 manns hafa fengið vinnu í gegnum átakið en því er ætlað að skapa tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Ráðningarstyrkir eru veittir til að hægt sé að ráða fólk til starfa. Samkvæmt reglugerð um ráðning atvinnuleitenda með styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við „fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins“. En á þeim tíma sem atvinnuleitandinn gegnir starfinu ávinnur hann sér ekki bótarétt.

Aðspurð sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ekki gott að segja hvort þetta hafi áhrif á hvort fólk þiggi störfin síður eða þiggi frekar önnur störf sem eru ekki í gegnum átakið. Hún benti á að bótarétturinn geymist óbreyttur á meðan fólk tekur þátt í átakinu og að líklega geri fæstir þeirra sem fá vinnu í gegnum átakið ráð fyrir að þar sé um framtíðarstarf að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú