fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Kostnaður við nýja Landspítalann 16,3 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 09:00

Teikning af nýja meðferðarkjarnanum við Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kostnaðarmat var gert vegna byggingar nýs Landspítala á Hringbraut árið 2017 hljóðaði það upp á 62,8 milljarða miðað við verðlag í desember á síðasta ári. Nú er áætlað að heildarkostnaðurinn verði 79,1 milljarður og hefur hann því hækkað um 16,3 milljarða.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Gunnari Svavarssyni, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, sem er opinbert hlutafélag, að umfang verkefnisins skýri þessa breytingu. Meðferðarkjarninn, sem er stærsta byggingin, verði 70.000 fermetrar í stað 53.000 fermetra. Einnig var ákveðið að gera þá kröfu að húsið geti staðið af sér mun öflugri jarðskjálfta en kveðið er á um í byggingarreglugerðum. Nú sé talið að húsið verði starfhæft nokkrum klukkustundum eftir slíkan skjálfta sem mun líklega eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum.

Um leið og húsið var stækkað urðu veggir þess þykkari en áður var miðað við og því fór meira stál í bygginguna. Samskonar breytingar voru einnig gerðar á 17.000 fermetra rannsóknahúsi sjúkrahússins.

Haft er eftir Gunnari að þessar breytingar eigi stærsta þátt í kostnaðarhækkununum auk verðhækkana á mörkuðum. Að auki hafi verið ákveðið að stækka gatnagerðarverkefnið í kringum spítalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water