fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Fiskbúðin Sundlaugavegi 12: Ferskur fiskur og mikið úrval af fiskréttum

Kynning

Sérlagaður plokkfiskur og fiskibollur hafa fylgti búðinni í 30 ár

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskbúðin Sundlaugavegi 12 er ein elsta fiskbúðin á höfuðborgarsvæðinu en frá 1947 hefur verið fiskbúð í þessu húsnæði. Högni Snær Hauksson sér um rekstur búðarinnar á Sundlaugavegi og hefur starfað þar í sex ár. „Við erum með ferskan fisk daglega og mikið úrval af fiskréttum,“ segir Högni.

Högni hefur séð um rekstur Fiskbúðarinnar Sundlaugavegi síðastliðinn 6 ár.
Högni Snær Hauksson Högni hefur séð um rekstur Fiskbúðarinnar Sundlaugavegi síðastliðinn 6 ár.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bjóða upp á humarsúpu, plokkfisk og fiskibollur

„Við leggjum mikið upp úr að bjóða aðeins upp á ferskt hráefni og mikið úrval,“ segir Högni. „Það er líka gaman að segja frá því að við búum til okkar eigin humarsúpu á staðnum, plokkfisk og fiskibollur. Þegar kemur að plokkfisknum og bollunum þá notum við uppskriftir sem eru frá 1986 og hafa fylgt Fiskbúðinni Sundlaugavegi síðan þá,“ bætir hann við. „Þar af leiðandi hefur myndast hefð sem við ætlum okkur að halda við,“ segir hann.

og úrval tilbúna rétta njóta mikilla vinsælda.
Laxasteikur og úrval tilbúna rétta njóta mikilla vinsælda.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Tilbúnir fiskréttir

„Við bjóðum upp á fjölbreytta fiskrétti sem eru tilbúnir og þægilegir til eldunar,“ segir Högni. „Það ætti því að vera auðvelt fyrir alla að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk þess er úrvalið af fiski yfir höfuð mjög gott hjá okkur. Sem dæmi má nefna reykta ýsu, gellur, kinnar, þorsk, keilu, steinbít, lax, bleikju og margt fleira,“ segir Högni.

Þorrinn handan við hornið

„Þar sem það styttist í þorrann erum við komin með súra hvalinn ásamt hákarlinum, salt- og kryddsíldarflök og harðfiskinn til dæmis,“ segir Högni. „Það er vert að nefna að við bjóðum upp á súra hvalinn og hákarlinn allt árið um kring ásamt kæstri skötu,“ bætir hann við. Það er opið mánudag til fimmtudags frá kl. kl. 09.00 til 18.30, föstudaga kl. 09.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 14.00. Högni sér til þess að facebooksíða verslunarinnar er mjög virk og geta viðskiptavinir nálgast upplýsingar um ýmiss konar tilboð sem eru í gangi hverju sinni sem og um úrval fiskverslunarinnar.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni