fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Helgi gagnrýnir Hönnu harðlega eftir útvarpsviðtal um #metoo – „Áhyggjuefni með hvaða hætti verið er að heilaþvo ungmenni landsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júlí 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og skákmaður, hefur vakið athygli fyrir innlegg sitt í umræðuna um #metoo, sérstaklega fyrir pistilinn „Ég er Ingó Veðurguð“, sem DV fjallaði um fyrir skömmu.

Sjá einnig: Helgi Áss er Ingó Veðurguð

Í sem stystu máli fordæmir Helgi nafnlausar og ósannaðar ásakanir á nafngreinda menn um kynferðisbrot og segir hann að vegið sé alvarlega að réttarríkinu í þeim aðförum sem undanfarið hafa verið gerðar að þekktum mönnum með ásökunum um ofbeldi, nú síðast tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni, öðru nafni Ingó Veðurguð.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennir kynja- og jafnréttisfræði í Borgarholtsskóla, en greinin er þar skyldufag. Helgi gefur í skyn eftir að hafa hlustað á viðtal Bylgjunnar við Hönnu í morgun að hún stundi heilaþvott á ungmennum, því Helgi skrifar í Facebook-pistli þar sem hann deilir tengli á viðtalið:

„Það er áhyggjuefni með hvaða hætti verið er að heilaþvo ungmenni landsins og hvernig samfélagsmiðlum er miskunnarlaust beitt til að leggja fólk í einelti sem þorir að synda gegn straumi pólitískrar rétthugsunar.“

Ekkert gerðist eftir fyrstu #metoo bylgjuna og fólk er búið að fá nóg

„Kvennahreyfingar, brotaþolar og femínistar eru búnir að vera að kalla eftir umræðu um kynferðisbrot, í stóru og smáu, alltaf frá kynferðislegri áreitni yfir í hópnauðganir, endaalaust, í gegnum áratugi. Það hefur verið kallað eftir samtali og það hefur verið kallað eftir samtali, en það hefur ekki verið hlustað á það. Og nauðganir halda áfram að vera partur af veruleika okkar. Eftir allar verslunarmannahelgar spyrjum við okkur, hvað voru nauðganirnar margar?“ segir Hanna í viðtali við Bylgjuna og telur ástandið í þessum málaflokki vera sjúkt í samfélaginu.

Hanna bendir síðan á að miklar væntingar hafi fylgt #metoo bylgjunni árið 2017 en vonbrigðin hafi orðið mikil því ekkert hafi breyst. Þetta hafi leitt til mikils óþols hjá þolendum og þeim sem berjast gegn kynferðisofbeldi og afleiðingin sé þessar ásakanir á nafngreinda menn sem mikið hefur borið á undanfarið. Hanna segir:

„Þetta var ekki vilji, held ég, þeirra sem gerðu þetta upphaflega, þær hefðu viljað gera þetta öðruvísi, en það var ekki hlustað. Þegar skekkjan er búin að vera svona rosalega mikil í aðra áttina og við ætlum að rétta kúrsinn af þá fer bara allt á hliðina í einhvern tíma. Þá verður þetta svona rosalega harkalegt af því  þeir sem ekki hafa viljað taka samtalið, sem eru flest okkar, og sannarlega gerendur, þau upplifa að það sé blaut tuska í andlitið, og bregðast ekki við með því að sýna auðmýkt, sem hefði verið frábært, heldur er það vörn í sókn og gagnárás. Það hleypir illu blóði í alla aðila.“

Hanna réttlætir samfélagsmiðlaherferðirnar undanfarið og segir að þeir sem hafa gagnrýnt þær, meðal annars gerendur, hafi brugðist „djöfullega“ við. Hanna segir að ástæðan sé djúpstæð kvenfyrirlitning í samfélaginu:

„Kvenfyrirlitningin í samfélaginu er grímulaus og hún er svo mikil að mög okkar megna ekki að horfast í augu við hana. Partur af karlmennskunni er að þeir hafi eitthvert tilkall til kynlífs þegar þeim hentar, með þeim sem þeim hentar. Stór hópur er með þetta viðhorf, að þeir hafi rétt til kynferðislegra afnota,“ sagði Hanna en tók fram að meirihluti karlmanna hagaði sér ekki svona.

Hanna gagnrýnir orðanotkun á borð við „mannorðsmorð“ og „dómstóll götunnar“ sem hefur heyrst oft þegar samfélagsmiðlaherferðir vorsins og sumarsins hafa verið gagnrýndar. „Þetta er eiginlega siðlaust, hvernig fólk er búið að tala við þá sem eru að vernda brotaþola“.

Verið að heilaþvo ungmenni landsins

Helgi segir í pistli sínum að málflutningur Hönnu einkennist af því viðhorfi að tilgangurinn helgi meðali. Nálgun Hönnu sé hins vegar reist á kenningum sem hafi sýnt þá virkni að þegar reynt er að uppræta samfélagslegt böl með því að kippa réttarríkinu úr sambandi sé útkoman verri en bölið sem átti að lagfæra. Pistillinn er eftirfarandi:

„„Kvenfyrirlitningin í samfélaginu er grímulaus“

Útvarpsviðtal frá því fyrr í morgun við kennara í Borgarholtsskóla sem kennir skyldufagið kynja- og jafnréttisfræði, þ.e. öllum nemendum skólans er skylt að sækja það námskeið.

Í viðtalinu má heyra röksemdafærslu sem umorða má með eftirfarandi hætti (sjá sérstaklega frá um mín 10.40 til mín 12.00):

Réttarhöld á samfélagsmiðlum yfir gerendum í kynferðisbrotamálum eru í raun og veru réttlætanleg.

Nafnlausar ásakanir eru nauðsynlegar til að verja þolendur og fólk verður að skilja hvað þolendur hafa gengið í gegnum erfiða tíma.

Gerendur og „þeir sem einhvern veginn eru á þeirri vegferð“ eiga að sýna auðmýkt þegar slíkar ásakanir eru settar fram.

Það er „náttúrulega svo óyfirvegað og rangt og er eiginlega siðlaust“ þegar réttarhöld á samfélagsmiðlum eru gagnrýnd fyrir að stuðla að mannorðsmorði og um sé að ræða dómstól götunnar.

Í stuttu máli, það er í lagi að víkja grundvallarreglum réttarríkisins úr vegi til að samfélagið verði sanngjarnt og réttlátt.

Vandinn við þessa nálgun er að hún er reist á kenningum sem eru margreyndar í sögulegu samhengi, þ.e. uppræting samfélagslegs böls sem kippir réttarríkinu úr sambandi, leiðir til verri útkomu en það böl sem átti að lagfæra. Tilgangurinn helgar ekki meðalið í þessum efnum, fremur en öðrum.

Það er áhyggjuefni með hvaða hætti verið er að heilaþvo ungmenni landsins og hvernig samfélagsmiðlum er miskunnarlaust beitt til að leggja fólk í einelti sem þorir að synda gegn straumi pólitískrar rétthugsunar.

Að lokum, segjum nei við réttarhöldum á samfélagsmiðlum þar sem sami aðilinn rannsakar, birtir nafnlausar ásakanir, kærir og dæmir.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá