fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Spá 165% aukningu bílaumferðar um Reykjanesbraut fram til 2044

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 09:00

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spá verkfræðistofunnar Mannvits þá munu um 52.000 ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044. Þetta þýðir um 165% aukningu frá því sem nú er. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu er aukinn fjöldi ferðamanna og flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í viðaukaskýrslu Mannvits um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma um breikkun Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni en þar á hún að verða tvöföld í báðar áttir en þetta er eini hluti Reykjanesbrautar sem hefur ekki verið breikkaður í þá mynd.

Þetta er 5,6 kílómetra kafli. Jafnframt á að breyta mislægum gatnamótum við álverið í Straumsvík, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu. Mislæg gatnamót verða byggð við Rauðamel og tenging að dælu- og hreinsistöð austan við Straumsvík útbúin. Einnig er í bígerð að gera undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð rétt austan við álverið.

Meginmarkmiðið með þessum framkvæmdu er að auka umferðaröryggi á þessum vegarkafla en slys eru nokkuð algeng á Reykjanesbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“