Andrés Magnússon, stjórnmálaskýrandi Morgunblaðsins, segir að verði úrslit komandi alþingiskosninga í samræmi við kannanir muni Sjálfstæðisflokkurinn gera kröfu um bæði forsætisráðherraembættið, sem og heilbrigðisráðherraembættið. Hann ræddi þetta við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Gísla Frey Valdórsson í hlaðvarpi Gísla, Þjóðmál.
Andrés vill meina að fái Bjarni ekki að vera forsætisráðherra muni hann vilja verða utanríkisráðherra og mögulega yrði Guðlaugur Þór Þórðarson aftur heilbrigðisráðherra. Hann hefur áður gegnt því embætti á árunum 2007-2009.
Flokkurinn vill ná í heilbrigðisráðuneytið vegna harðlínustefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu.
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með rúmlega 25% fylgi í seinust könnun MMR og gæti því gert kröfu á bæði ráðuneytin skyldi flokkurinn ná að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.