fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Segir að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um heilbrigðisráðuneytið vegna Svandísar

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 19:00

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Magnússon, stjórnmálaskýrandi Morgunblaðsins, segir að verði úrslit komandi alþingiskosninga í samræmi við kannanir muni Sjálfstæðisflokkurinn gera kröfu um bæði forsætisráðherraembættið, sem og heilbrigðisráðherraembættið. Hann ræddi þetta við Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, og Gísla Frey Valdórsson í hlaðvarpi Gísla, Þjóðmál.

Andrés vill meina að fái Bjarni ekki að vera forsætisráðherra muni hann vilja verða utanríkisráðherra og mögulega yrði Guðlaugur Þór Þórðarson aftur heilbrigðisráðherra. Hann hefur áður gegnt því embætti á árunum 2007-2009.

Flokkurinn vill ná í heilbrigðisráðuneytið vegna harðlínustefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með rúmlega 25% fylgi í seinust könnun MMR og gæti því gert kröfu á bæði ráðuneytin skyldi flokkurinn ná að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni