fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Orban svarar ESB fullum hálsi um nýja löggjöf sem beinist gegn hinsegin fólki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 07:59

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Ungverjalands og ESB um nýja löggjöf ungversku ríkisstjórnarinnar tengda málefnum hinsegin fólks eru ekki nýjar af nálinni en aukin harka færðist í þær í gær. Það var einmitt í gær sem ný lög tóku gildi í Ungverjalandi en samkvæmt þeim er skólum bannað að nota kennsluefni þar sem fjallað er um samkynhneigð.

„Evrópuþingið og Framkvæmdastjórn ESB krefjast þess að fulltrúar hinsegins fólks fái aðgang að leikskólum og skólum. Það vilja Ungverjar ekki,“ skrifaði Orban á Facebook í gær og sagði að skriffinnum í Brussel komi þetta mál ekki neitt við. Málið snúist um fullveldi Ungverja.

Margir stjórnmálamenn innan ESB krefjast þess að Ungverjar verði sektaðir fyrir lögin sem þeir segja brjóta gegn grundvallarmannréttindum ESB. Gagnrýnendur telja að með ungversku lögunum sé barnaníð og klám tengt við réttindi hinsegin fólks og að það sé byggt á misskilningi.

Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar ESB, segir yfirlýsingar ungverskra yfirvalda vera „hneyksli“.

Evrópuþingið samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem ungversku lögin eru fordæmd og er þess krafist að aðildarríki ESB og Framkvæmdastjórnin noti öll þau ráð sem hægt er til að stöðva ungversku lögin. Ályktunin er ekki bindandi en hún var samþykkt með 459 atkvæðum gegn 147.

Í valdatíð sinni hefur Orban skert réttindi samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Þing landsins samþykkti til dæmis í maí á síðasta ári lög sem koma í veg fyrir að transfólk geti breytt skráningu á kyni sínu í opinberum gögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur