fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Tyrkir opna aftur fyrir ferðamenn – Vonast til að vinna upp það sem hefur tapast í faraldrinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 17:00

Antalya í Tyrklandi. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. júlí voru flestar sóttvarnaaðgerðir felldar úr gildi í Tyrklandi og eru ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins. Rússneskir ferðamenn, sem eru mjög mikilvægir fyrir ferðamannaiðnaðinn í landinu, byrjuðu strax að streyma til landsins og var reiknað með um 12.000 Rússum til Antalya strax á fyrsta degi.

Stór lönd á borð við Þýskaland og Frakklands hafa tekið Tyrkland af lista yfir hááhættulönd og því geta ferðamenn þaðan farið til Tyrklands.

Tyrkneskir barir og veitingahús hafa því sett allt á fullt og vonast eftir miklum fjölda ferðamanna eftir dapra mánuði að undanförnu. Hvað heimamenn varðar þá geta þeir nú farið í bíó, tónleika og útgöngubann að næturlagi hefur verið fellt úr gildi.

Tyrkir hafa mikla þörf fyrir þá peninga sem koma með ferðamönnum en ferðamannaiðnaðurinn er gríðarlega mikilvæg tekjulind fyrir landið. Verðbólgan er mikil og gengi lírunnar hefur fallið mikið og því enn meiri þörf á gjaldeyristekjum en áður.

Recep Tayyip Erdogan, forseti, hefur margoft lagt áherslu á hversu mikilvægt það er að koma ferðamannaiðnaðinum í gang.

Veltan í geiranum dróst saman um 65% á síðasta ári og margir óttuðust að sumarið í ár yrði einnig mjög slæmt þegar ný bylgja skall á í apríl. Þegar verst lét í apríl voru staðfest smit 63.000 á sólarhring en eru nú um 5.000.

Það gengur hægt að bólusetja landsmenn en samkvæmt tölum frá Johns Hopkins hafa um 18% Tyrkja lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn