fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Pfizer sækir um leyfi til að gefa þriðja skammtinn af bóluefninu gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 05:54

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjafyrirtækið Pfizer hyggst sækja um heimild hjá bandarísku lyfjastofnuninni til að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni fyrirtækisins og BioNTech gegn COVID-19. Mikael Dolsten, rannsóknastjóri fyrirtækisins, skýrði frá þessu í gær.

Bóluefnið er með neyðarleyfi í Bandaríkjunum og það þarf tvo skammta af því til að fólk teljist full bólusett. Dolsten sagði að með því að gefa þriðja skammtinn sé hægt að bregðast við tveimur þáttum. Annar er að Deltaafbrigðið sækir í sig veðrið í heiminum en þrátt fyrir að bóluefni Pfizer/BioNTech virki vel gegn því þá er aukin hætta á að fólk smitist af Deltaafbrigðinu hálfu ári eftir að það lýkur bólusetningu. Hinn er einmitt að gögn sýna að magn mótefna, þeirra sem hafa verið bólusettir með bóluefninu, minnkar eftir hálft ár og því er aukin hætta á að þeir smitist.

Hann sagði að gögn frá Ísrael og Bretlandi sýni að þrátt fyrir að magn mótefna minnki með tímanum þá dragi bóluefnið samt sem áður úr alvarlegum tilfellum COVID-19 um 95%.

Hann sagði að óbirt gögn úr rannsókn einni sýni að eftir að fólk fær þriðja skammtinn af bóluefninu þrói það með sér fimm til tíu sinnum meira magn mótefna gegn veirunni en eftir skammt númer tvö.

Dolsten sagðist telja sérstaklega mikilvægt að eldra fólk fái þriðja skammtinn.

Í kjölfar ummæla Dolsten sendu bandaríska lyfjastofnunin og bandaríska smitsjúkdómastofnunin frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ekki sé þörf á þriðja skammtinum af bóluefnum eins og sakir standa en að yfirvöld séu reiðubúin til að byrja að gefa fólki þriðja skammtinn „ef og þegar rannsóknir sýna að það sé nauðsynlegt“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“