Vísindamenn báru saman DNA úr 42 lifandi músum og 8 ættingjum þeirra, sem drápust fyrir margt löngu, og komust að því að Gould‘s músin er alls ekki útdauð heldur hefur það bara ágætt á nokkrum eyjum undan ströndum Western Australia. The Guardian skýrir frá þessu.
Emily Roycroft, þróunarlíffræðingur hjá Australian National University, sagði að það væru góðar fréttir að tegundin hafi fundist á nýjan leik, sérstaklega í ljósi þess hversu hratt áströlsk nagdýr deyja út. Hún sagði að 41% allra ástralska spendýra, sem hafa dáið út síðan Evrópumenn byrjuðu landnám í álfunni 1788, séu mýs.
Hún benti einnig á að stofn Gould‘s músanna hafi algjörlega hrunið á meginlandinu þar sem tegundin drapst út en það sé spennandi að hún hafi haldið velli á eyjum við meginlandið.
Tegundin var algeng um allt meginlandið áður en Evrópumenn hófu landnám. Tegundin byrjaði að eiga í vök að verjast eftir 1840, hugsanlega vegna katta sem Evrópubúar höfðu með sér til Ástralíu.