fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Talin hafa dáið út fyrir 150 árum – Fannst nýlega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 07:30

Sprelllifandi Gould's mús. Mynd:Wayne Lawler/Wayne Lawler/Australian Wildlife Conservancy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar til nýlega töldu vísindamenn að Gould‘s músin hefði dáið út fyrir um 150 árum en hún átti heimkynni í Ástralíu. En nú er komið í ljós að tegundin er alls ekki útdauð því vísindamenn fundu hana á eyjum undan strönd Western Australia.

Vísindamenn báru saman DNA úr 42 lifandi músum og 8 ættingjum þeirra, sem drápust fyrir margt löngu, og komust að því að Gould‘s músin er alls ekki útdauð heldur hefur það bara ágætt á nokkrum eyjum undan ströndum Western AustraliaThe Guardian skýrir frá þessu.

Emily Roycroft, þróunarlíffræðingur hjá Australian National University, sagði að það væru góðar fréttir að tegundin hafi fundist á nýjan leik, sérstaklega í ljósi þess hversu hratt áströlsk nagdýr deyja út. Hún sagði að 41% allra ástralska spendýra, sem hafa dáið út síðan Evrópumenn byrjuðu landnám í álfunni 1788, séu mýs.

Hún benti einnig á að stofn Gould‘s músanna hafi algjörlega hrunið á meginlandinu þar sem tegundin drapst út en það sé spennandi að hún hafi haldið velli á eyjum við meginlandið.

Tegundin var algeng um allt meginlandið áður en Evrópumenn hófu landnám. Tegundin byrjaði að eiga í vök að verjast eftir 1840, hugsanlega vegna katta sem Evrópubúar höfðu með sér til Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann