fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Myrti fjóra fjölskyldumeðlimi vegna „nasistagulls“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 22:00

Lögreglan við vettvangsrannsókn á landareign Caouissin ásamt honum. Höfuð hans er hulið. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hubert Caouissin, fimmtugur Frakki, hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að myrða fjóra fjölskyldumeðlimi sína en hann taldi þá vera að sanka að sér „nasistagulli“. Þetta gerði hann árið 2017.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Caouissin hafi játað að hafa myrt mág sinn, Pascal Troadec 49 ára, eiginkonu hans, Brigitte 49 ára, og börn þeirra, Sébastien 21 árs og Charlotte 18 ára, í febrúar 2017.

Caouissin var sannfærður um að fjölskyldan leyndi stórum gullsjóði, gullstöngum og gullmynt, fyrir eiginkonu hans, Lydie, systur Pascal, og væri þar með að hlunnfara hana um hennar hlut af fjársjóðnum. Orðrómur hafði gengið um tilvist fjársjóðsins. Fyrir dómi kom fram að Caouissin væri „venjulegur“ maður sem hefði orðið heltekinn af fjársjóðnum en engar sannanir eru fyrir að hann sé til.

Hann njósnaði um fjölskylduna á heimili hennar nærri Nantes og reyndi að hlusta á samtöl þeirra með því að leggja hlustunarpípu upp að gluggum hússins. Þegar hann var truflaður við þessa iðju barði hann Pascal til bana og myrti síðan aðra úr fjölskyldunni. Sébastien og Charlotte voru sofandi þegar hann myrti þau.

Hann sagaði líkin síðan í sundur og brenndi og gróf líkamshlutana. Lögreglan fann síðar 397 líkamshluta á landareign Couissin í Brittany. Eiginkona hans var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað hann við að losa sig við líkin.

Caouissin játaði morðin en sagði að um „óhapp“ hafi verið að ræða.

Samband Caouissin og Pascal hafði verið slæmt árum saman. Caouissin var sannfærður um að mágur hans og fjölskylda hans leyndu hann 50 kílóa gullfjársjóði sem faðir Lydie og Pascal var sagður hafa fundið 2006 í kjallara húss í Brest. Gullið var sagt vera hluti af því gulli sem franski seðlabankinn faldi fyrir nasistum í síðari heimsstyrjöldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi

Óvenjulegt mál – Dæmdur fyrir að lokka konuna sína úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans