fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

„Vesen að halda brjóstunum í danskjólnum“

Dansdrottningin Hanna Rún Bazev Óladóttir fer í gegnum myndaalbúmið sitt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór að fletta í gegnum myndir af mér sem mér fannst rosalega gaman að skoða og bera saman við aðrar myndir af mér. Ég hló nú af sumum og fékk nett sjokk þegar ég sá aðrar.“

Þetta segir dansdrottningin Hanna Rún Bazev Óladóttir í pistli sem hún birti á vefsíðu sinni fyrr í dag. Þar fer Hanna Rún í yfir hinar ýmsu breytingar sem hún hefur gengið í gegnum á lífsleiðinni í máli og myndum.

„Ég með mína dagsdaglegu förðun og síðan með keppnisförðun. Þetta er frekar mikil breyting! En þegar við erum að keppa eru ljósin á keppnisgólfinu rosalega sterk og þessvegna erum við dömurnar alltaf svona tanaðar með augnhár og málningin ýkt, mjög svipað eins og leikarar uppá sviði.“

„Ég tók hárlengingarnar úr mér fyrir stuttu og ákvað að láta nægja að vera bara með mitt eigið hár, enda er mitt hár búið að síkka töluvert. Það er samt skrítið að vera ekki lengur með hár sem nær næstum því niður á rass ,heldur bara sem nær rétt fyrir ofan brjóst….. eða kannski rétt fyrir neðan brjóst… það fer eiginlega eftir því hvort ég sé í brjóstarhaldara eða ekki þegar ég mæli, haha Djóóók.“

„Ég hef alltaf verið með mjög stór brjóst eða frá þvi eg var í 9. bekk, hvers vegna, veit ég ekki. Þegar ég bæti á mig virðist allt setjast á brjóstin á mér og nei ég hef ALDREI farið í brjóstastækkun. Minn draumur var að vera frekar með minni brjóst heldur en stærri því það er ekkert grín að dansa með stór og þung brjóst. það var alltaf vesen að halda þeim inni danskjólnum þegar ég dansaði. Þegar að sonur minn Vladimir Óli fæddist bættist mjólkin við og þau auðvitað urðu ennþá stærri. Þegar hann hætti á brjósti og við fórum að æfa mikið grenntist ég mikið, mjólkin hvarf hægt og rólega og meira en helmingurinn af brjóstonum mínum líka, mér til mikillar hamingju!!!“

„Það er smá munur á mér útlitslega þegar ég er bara á leiðinni á dansæfingu eða hvort ég er á leiðinni útá keppnisgólf.“

„Hér má sjá smá mun á mér þegar ég var ólétt og svo þegar við vorum byrjuð að æfa og keppa aftur. Ég bætti ekki mikið á mig á meðgöngunni, en ég borðaði það sem ég vildi en sleppti öllu gosi og borðaði nammi í litlu magni, en annars fékk ég mér allan þann mat sem mig langaði í. Ég passaði mig samt að borða alltaf hollan og næringarríkan mat með svo að barnið mitt og ég fengum alla þá bestu næringu sem að hægt væri, plús að ég hélt áfram að mæta á dansæfingar og hreyfði ég mig því mikið. Með því að hafa verið í góðu formi á meðgöngunni hjálpaði það mér líka að vera fljótari að komast í keppnisform aftur.“

„Æfingar eru ekkert annað en sviti, sviti og meiri sviti og auðvitað vel úfið hár. Það er ekkert tonn af geli og hársprey sem heldur hárinu niðri. Á æfingum má líka alveg fíflast inná milli sem fyrir mig er nauðsynlegt því það skiptir mig miklu máli að njóta og hafa gaman að því sem ég geri.“

„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég væri komin með 6 pack svona stuttu eftir fæðingu. En það kom ekki að sjálfu sér, ég hafði mjög mikið fyrir því!“

„Gleraugu og svo linsurnar góðu. Ég nota gleraugu en hef aldrei fílað mig með þau. Ég lenti þó í því um daginn að linsurnar kláruðust og ég klikkaði á að kaupa nýjan pakka, svo ég neyddist því til að vera með gleraugun, því ekki gat ég farið að labba á fólk.“

„Ljósa hárið og dökka… Ég ætla bara að halda mig við dökka litinn og sleppa því að fara eitthvað útí þau 13 skipti sem ég fór og lét lita hárið og svo þraukaði ég rétt tvo mánuði svona ljós… Já ég sagði það!“

„Þessa mynd til vinstri fann ég af mér, að vísu bara tekin í janúar 2014 tæpu hálfu ári áður en Vladimir Óli fæddist, svo eg var komin nokkra mánuði á leið. Ég grenntist mjög hratt eftir meðgöngu og átti erfitt með að halda í þyngdina. Við æfðum mjög mikið og komum sterkari til baka útá keppnisgólf eftir að Vladimir Óli minn fæddist. Ég fékk að heyra mikið af leiðinlegum lygasögum sem gengu um mig með að ég væri að taka hitt og þetta ólöglega efni til að grenna mig og til að koma mér hratt í form. Á fyrsta mótinu okkar sem var Íslandsmeistaramótið 2015 og Reykjavík International Games sem við sigruðum með miklum yfirburðum, var ég strax tekin til hliðar um leið og við stigum niður af verðlaunapallinum og ég beðin um að taka pissupróf. Ég viðurkenni að ég varð frekar pirruð, að geta ekki klárað að knúsa vini og vandamenn sem voru að óska okkur til hamingju með sigrana, allar þessar sögur sem höfðu verið að ganga um mig „glætan að hún kæmist svona fljótt í svona gott form nema vera að taka inn eitthvað ólöglegt”. Ég tók þetta voða inná mig, mér fannst erfitt að finna ekki fyrir stuðningi frá fólki eftir að vera búin að leggja svo mikið á mig, sem tók rosalega á bæði andlega og líkamlega. Ég var að vísu fljót að snúa reiðinni yfir í að vera ánægð með að vera tekin í pissupróf því auðvitað! Núna gat ég þá allavega sannað á svörtu og hvítu að ég tók ALDREI inn NEITT ólöglegt! Ef að hausinn er í lagi mataræðið og æfingarnar og keppnisskapið er til staðar, þá getur maður gert ótrúlegustu hluti. Ég varð því mjög þakklát þegar að ég gat sannað það!“

„Það er ekki beint hægt að segja að ég sé mössuð á myndunum til vinstri. en eftir stanslausar, erfiðar, langar og strangar æfingar tókst mér að koma þeim í rétta formið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni