fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Halda ekki vatni yfir góðum árangri með styttingu vinnuvikunnar hér á landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 08:00

Starfsfólk hjá Reykjavíkurborg tók þátt í tilrauninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir erlendir fjölmiðlar hafa síðasta sólarhringinn fjallað um góðan árangur af tilraunum með styttingu vinnuvikunnar hér á landi og vísa í skýrslur bresku hugveitunnar Autonomy og Öldu sem er félag um sjálfbærni og lýðræði.

BBC segir í umfjöllun sinni að tilraunin hafi „heppnast mjög vel“ og hafi orðið til þess að margir starfsmenn hafi unnið færri klukkustundir í viku hverri.

Tilraunin stóð yfir hjá Reykjavíkurborg frá 2015 til 2019. Starfsfólk í ákveðnum störfum skilaði styttri vinnuviku en hélt fyrri launum. Í skýrslu Autonomy kemur fram að framleiðnin hafi staðið í stað eða aukist á flestum vinnustaðanna.

2.500 starfsmenn tóku þátt í tilrauninni og styttist vinnuvika margra úr 40 klukkustundum í 35 eða 36 klukkustundir.

Skýrsluhöfundar segja að tilraunin hafi orðið til þess að stéttarfélög hafi samið við vinnuveitendur um styttingu vinnuvikunnar og að nú hafi 86% af vinnuaflinu fengið hana stytta eða það sé í bígerð. Laun skerðist ekki við þetta.

Starfsfólk er sagt ánægt með styttri vinnuviku, það finni minna fyrir stressi og minni líkur séu á að það láti undan miklu vinnuálagi. Einnig kemur fram að starfsfólkið segi að jafnvægið á milli vinnu og einkalífs hafi batnað.

„Þessi rannsókn sýnir að stærsta tilraun heimsins með styttingu vinnuvikunnar í opinbera geiranum var í alla stað vel heppnuð. Hún sýnir að opinberi geirinn er nógu þroskaður til að vera frumherji í styttingu vinnuvikunnar og að stjórnvöld í öðrum ríkjum geta lært af þessu,“ segir Will Stronge, hjá Autonomy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði