fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Braut getnaðarliminn þegar hann hitti ekki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 06:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur Breti hefði átt að miða betur þegar hann var að stunda kynlíf. Hann hitti bara alls ekki og braut getnaðarliminn.

Frá þessu er skýrt í British Medical Journal. „Við kynnum fyrsta staðfesta tilfelli lóðrétts brots á getnaðarlimi . . . sem fertugur maður hlaut þegar hann stundaði kynlíf,“ segir meðal annars í greininni.

Fram kemur að maðurinn hafi brotið getnaðarliminn þegar hann hitti ekki á leggangaop kynlífsfélagans þegar hann ætlaði að þrýsta limnum inn af miklum krafti. Limurinn lenti á svæðinu á milli legganganna og endaþarmsins með þessum sársaukafullu afleiðingum.

Eins og kunnugt er þá eru engin bein sem geta brotnað í getnaðarlimnum en samt sem áður er talað um brot en í raun er um að ræða vef sem skaddast. Ef limurinn er í reisn þegar óhapp verður er tilfinningin að sögn á borð við þá sem fólk finnur fyrir þegar það beinbrotnar.

Venjulega brotna getnaðarlimir lárétt en í þessu máli er um að ræða fyrsta staðfesta tilfellið þar sem limur brotnar lóðrétt.

Í greininni kemur fram að 88,5% allra áverka á getnaðarlimum verði við kynlífsiðkun. Tölfræði síðustu 20 ára sýnir að hættulegustu stellingarnar hvað þetta varðar eru þegar karlinn er ofan á eða þegar konan er á fjórum fótum og karlinn kemur aftan að henni.

Myndir af getnaðarlim mannsins leiddu í ljós að hann var með 3 cm lóðréttan skurð í vef getnaðarlimsins. Læknar gerðu aðgerð á honum tæpum sólarhring eftir óhappið til að koma í veg fyrir að meiðslin yrðu varanleg. Hann náði sér fullkomlega og gat byrjað að stunda kynlíf á nýjan leik eftir sex mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift