fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Segist líta út eins og „skrímsli“ eftir nýjustu aðgerðirnar – „Hvað í fjandanum hef ég gert?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 13:07

Katie Price. Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstjarnan og glamúrfyrirsætan Katie Price segist líta út „eins og skrímsli“ eftir nýjustu fegrunaraðgerðirnar.

Katie, 43 ára, fór nýlega til Tyrklands til að gangast undir nokkrar fegrunaraðgerðir. Hún leyfði tökuliði að fylgja sér og taka upp ferlið sem hún ætlar síðan að deila með aðdáendum sínum á YouTube.

Það sem Katie lét gera í þetta sinn var fitusog um allan líkama, augna- og varalyfting, fitusog undir höku og lét svo sprauta fitu í rassinn.

Katie Price.

The Sun birtir myndir af Katie en hún er nær óþekkjanleg á þeim. Aðgerðin var erfið og um tíma var unnusti hennar, Carl Woods, ekki viss um að Katie myndi lifa hana af.

„Hvað í fjandanum hef ég gert?“ segist Katie hafa hugsað eftir aðgerðina.

Katie á fimm börn sem hafa áður átt erfitt með útlitsbreytingar móður sinnar. Í ágúst 2019 var greint frá því að börn hennar grétu þegar þau sáu móður sína eftir fegrunaraðgerð.

„Í alvöru, ég hef farið til helvítis og til baka. Þetta var hræðilegt. Ég leit út eins og skrímsli úr hryllingsmynd,“ segir Katie um nýjustu aðgerðirnar við The Sun.

„Ég hélt að ég myndi deyja […] Mig langar bara í gömlu Katie aftur.“

Katie fór í aðgerðirnar fyrir þremur vikum og hefur verið að jafna sig síðan þá í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er skírdagur?
Fókus
Í gær

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden