Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood, að nú þegar séu verðhækkanir á sjófrystum afurðum komnar fram.
Það eru ýmsir þættir sem stýra verði sjávarafurða. Má þar nefna að mikið hefur komið inn á vestrænan markað af fiski frá Kína. Launakostnaður hefur hækkað þar í landi, flutningskostnaður hefur hækkað og gengi júansins styrkst. Þetta leiðir af sér minni samkeppnishæfni Kínverja og almennt er talað um að minna sé af hvítfiski á markaði í dag en áður.
„Það er ýmislegt sem bendir í þá átt, í sambandi við þorskinn, að verð fari hækkandi, með öllum þessum fyrirvörum um það hvernig heimsmyndin getur breyst mikið og hratt,“ hefur Morgunblaðið eftir Bjarna.