fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Mikill hiti á norðurhvelinu – Loftslagsbreytingarnar eru farnar að segja til sín af miklum þunga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 08:00

Börn svala sér í gosbrunni í Portland þegar hitabylgjan gekk yfir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski bærinn Lytton komst í heimsfréttirnar í síðustu viku þegar hitamet voru slegin þar þrjá daga í röð. Á þriðjudaginn mældist hitinn þar 49,6 gráður sem er hæsti hiti sem mælst hefur í Kanada. En Lytton komst aftur í heimsfréttirnar síðar í vikunni þegar bærinn brann nánast til grunna í miklum skógareldi. Eins og víðar á Norðurhvelinu hafa íbúar Lytton þurft að glíma við mikla hita að undanförnu.

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að vísindamenn hafi áratugum saman varað við því að hitabylgjur verði algengari og hitinn meiri en áður. Þetta á ekki aðeins við í Kanada heldur einnig víða annars staðar á norðurhvelinu.

Mikill hiti lá yfir norðvesturríkjum Bandaríkjanna í síðustu viku og nokkrum fylkjum í Kanada. Í New York borg voru íbúar beðnir um að nota ekki raftæki sem nota mikið rafmagn, þar á meðal þvottavélar, þurrkara og loftkælingar, til að koma í veg fyrir að dreifikerfið léti undan álaginu.

Í Moskvu í Rússlandi mældist hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í júní en þann 23. fór hitinn í 34,8 gráður. Bændur í Síberíu reyna nú hvað þeir geta til að bjarga uppskeru sinni undan miklum þurrkum. Við heimskautsbaug komst hitinn í um og yfir 30 gráður. Veðurstöð í Verkhoyansk í Síberíu mældi 38 stiga hita þann 20. júní.

Á Indlandi hafa miklir hitar herjað en í síðustu viku var hitinn stöðugur yfir 40 gráðum sem er rúmlega 7 gráðum hærra en venjulega að sögn indversku veðurstofunnar. Þessi mikli hiti og síðbúin monsúntími gerir bændum erfitt fyrir.

Á fimmtudaginn lýstu stjórnvöld í Írak því yfir að dagurinn væri almennur frídagur í mörgum héruðum þar sem það var einfaldlega of heitt til að fólk gæti unnið en hitinn fór þá yfir 50 gráður og raforkukerfið hrundi vegna álags.

CNN hefur eftir sérfræðingum að erfitt sé að benda nákvæmlega á tengsl þessara veðurfarsatburða en það sé ólíklegt að um tilviljun sé að ræða að hitabylgjur leggist á samtímis á nokkur svæði á norðurhvelinu.

„Þessi háþrýstisvæði sem við sjáum í Kanada og Bandaríkjunum, öll þessi veðurkerfi eru drifin áfram af háloftastraumum – mjög sterkum vindum sem eru í um 30.000 feta hæð þar sem flugvélar fljúga,“ sagði Liz Bentley, hjá Royal Meterological Society í Bretlandi. Hún sagði að uppbygging þessara háloftastrauma komi í veg fyrir að veðurkerfi geti hreyst eðlilega frá vestri til austurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga