fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Tíföldun kórónuveirusmita í Bretlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tveimur mánuðum hafa smit af völdum kórónuveirunnar tífaldast í Bretlandi. Það er Deltaafbrigðið sem þessu veldur en það dreifist nú hratt um landið. Þessi aukning smita er athyglisverð í ljósi þess að 85% af fullorðnum íbúum landsins hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn veirunni.

Heilbrigðisyfirvöld segja að á síðustu dögum hafi rúmlega 25.000 smit greinst daglega og hafa þau ekki verið fleiri í fimm mánuði. Þetta er tíföldun miðað við tölur frá í maí. Skotland, North West, North East og Yorkshire and The Humber eru þau svæði þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu.

Góðu tíðindin í þessu eru að dauðsföllum af völdum veirunnar hefur ekki fjölgað að sama skapi en þau eru um 20 á dag og hafa verið það í um þrjá mánuði.

Bretland er eitt þeirra Evrópuríkja sem hefur farið verst út úr faraldrinum. Þegar smitin voru í hámarki í lok janúar greindust rúmlega 60.000 smit á sólarhring. Ekki er langt í að heildarfjöldi smitaðra í landinu nái fimm milljónum. Um 128.000 manns hafa látist af völdum COVID-19.

Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í landinu og enn þarf fólk að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum, í verslunum, á söfnum og öðrum stöðum þar sem erfitt er að halda góðri fjarlægð á milli fólks.

Ríkisstjórnin stefndi að því að taka síðasta skrefið í áætlun um afléttingu sóttvarna þann 21. júní síðastliðinn en því var slegið á frest til 19. júlí. Ríkisstjórnin er nú í ákveðinni klemmu því atvinnulífið krefst þess að öllum hömlum verði aflétt hið snarasta en margir vísindamenn telja að vegna fjölgunar smita að undanförnu sé ekki hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

James Naismith, forstjóri Rosalind Franklin Institute í Oxford, sagði í samtali við The Guardian að Bretland takist nú á við þriðju bylgju faraldursins. „Deltaafbrigðið breiðist út þrátt fyrir smitrakningu, sýnatökur, sóttvarnaaðgerðir og notkun andlitsgríma. Við munum öll smitast af Deltaafbrigðinu nema við séum heppin eða förum ótrúlega varlega,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“