fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Afsöluðu sér ábyrgð áður en börnin fóru í Skrímslið – Þetta skrifuðu foreldrar undir

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 17:46

Skrímslið við Perluna er í eigu sömu aðila og Skrímslið á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn barna sem fara í hoppukastalann Skrímslið á vegum Perlunnar þurfa fyrst að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu fyrir þeirra hönd. Yfirskrift yfirlýsingarinnar er að um sé að ræða „Takmörkun ábyrgðar í Ævintýralandi Perlunnar.“

Hoppukastalinn Skrímslið sem tókst á loft á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að fjöldi barna slasaðist er rekinn af sömu aðilum og þurftu forráðamenn þar að undirrita sambærilega yfirlýsingu.

Sex ára barn liggur alvarlega slasað á gjörgæslu Landspítalans eftir slysið í gær. Barnið var meðvitundarlaust fyrst eftir slysið.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru sjö börn flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri og eitt af þeim síðan flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Fjögur börn til viðbótar leituðu á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og hafa þau öll verið útskrifuð.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar að því að rannsaka tildrög slyssins. Búast má við því að rannsókn málsins taki töluverðan tíma þar sem hún er afar umfangsmikil.

„Viðvera mín … er alfarið á eigin ábyrgð og áhættu“

Í fyrstu grein ábyrgðaryfirlýsingarinnar segir:

„Viðvera mín innan Ævintýralandsins (þar með talið á lóð Ævintýralandins) er alfarið á mína eigin ábyrgð og áhættu, hvort sem um er að ræða notkun og/eða athafnir mínar í hvers konar tækjum á vegum Ævintýralandsins eða þátttöku mína í einstökum viðburðum á vegum Ævintýralandsins. Ég mun fara sjálf/sjálfur með ítrustu gát um svæðið, bæði fyrir mig persónulega og aðra gesti svæðisins. Ég gerir mér grein fyrir að hugsanleg ábyrgð Ævintýralandsins gagnvart mér getur eingöngu byggt á saknæmri háttsemi starfsmanna Ævintýralandsins.“

Afar algengt er að foreldrar séu látnir skrifa undir einhvers konar viðurkenningu ábyrgðar áður en börn þeirra fara í skemmtitæki hér á landi.

Ekki hægt að semja sig frá skaðabótalögum

Í skaðabótalögum, nánar tiltekið 27. grein, segir að óheimilt sé, áður en tjón á sér stað, að víkja sér frá skaðabótaábyrgð með gerð samninga. Er þar síðan vísað í aðrar greinar skaðabótalaga þar sem fjallað er t.d. um líkamstjón, þjáningar eða varanlegt tjón, og líkamstjón eða dauða vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir skaðabótalög vera ófrávíkjanleg. Viðbrögð hans við ábyrgðaryfirlýsingunni frá Ævintýralandi Perlunnar eru: „Án þess að vera sérfræðingur, og þetta er ekki beint neytendamál, þá sýnist mér að svona ábyrgðaryfirlýsing standist ekki ákvæði skaðabótalaga sem ekki er hægt að semja sig undan.“

Sjá: Skaðabótalög

Framvísuðu ekki starfsleyfi á Akureyri

Rekstur hoppukastala er starfsleyfisskyldur og miklar kröfur gerðar til þeirra sem starfrækja slík skemmtitæki. Mbl.is greinir frá því í dag að „Skrímslið“ á Akureyri starfi á grundvelli starfsleyfis frá Reykjavíkurborg og að rekstraraðili hafi ekki framvísað því leyfi til heilbrigðiseftirlits Akureyriar eins og eigi að gera. Því hafi engin úttekt farið fram á starfseminni á Akureyri.

Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar sagðist vera andlega miður sín í samtali við Fréttablaðið í dag: „Þetta er bara ömurlegt slys, ég er bara andlega miður mín og hugur minn er bara hjá foreldrum barnsins og fjölskyldunni.

Skrímslið á Akureyri er lokað til frambúðar en Skrímslið í Reykjavík verður lokað fram yfir helgi, samkvæmt því sem kemur fram á vef Perlunnar.

AFRIT AF ÁBYRGÐARYFIRLÝSINGU ÆVINTÝRALANDS PERLUNNAR Í REYKJAVÍK

Ábyrgðaryfirlýsing

Yfirlýsing

Takmörkun ábyrgðar í Ævintýralandi Perlunnar

Með yfirlýsingu þessari staðfestir undirritaður og samþykkir eftirfarandi atriði vegna notkunar á tækjum og búnaði í Ævintýralandi Perlunnar, (rekstraraðili Perla norðursins, kt. 561115-1680). að Öskjuhlíð, 105 Reykjavík (hér eftir nefnt „Ævintýraland” í yfirlýsingu þessari). 

  1. 1.    Viðvera mín innan Ævintýralandsins (þar með talið á lóð Ævintýralandins) er alfarið á mína eigin ábyrgð og áhættu, hvort sem um er að ræða notkun og/eða athafnir mínar í hvers konar tækjum á vegum Ævintýralandsins eða þátttöku mína í einstökum viðburðum á vegum Ævintýralandsins. Ég mun fara sjálf/sjálfur með ítrustu gát um svæðið, bæði fyrir mig persónulega og aðra gesti svæðisins. Ég gerir mér grein fyrir að hugsanleg ábyrgð Ævintýralandsins gagnvart mér getur eingöngu byggt á saknæmri háttsemi starfsmanna Ævintýralandsins.
  2.    Ég staðfesti að ég hef kynnt mér öryggisatriði og reglur Ævintýralandsins og aðra mikilvæga þætti áður en ég notaði aðstöðu Ævintýralandsins.
  3.    Ég staðfesti að ég mun fylgja leiðbeiningum sem ég fæ á meðan ég er innan veggja Ævintýralandsins eða eru mér sýnilegar innan Ævintýralandins. Leiðbeiningar og reglur Ævintýralandsins eru til þess að tryggja lágmörkun á þeirri hættu að ég slasist eða meiðist á meðan ég nota tæki, búnað eða aðra aðstöðu Ævintýralandsins. 
  4.    Ég er upplýstur um og samþykki að ég ber ábyrgð á tjóni sem ég veld á tækjum eða öðrum einstaklingum vegna athafna minna eða framkomu sem eru andstæð þeim leiðbeiningum og reglum sem gilda hjá Ævintýralandinu. 
  5.    Ég samþykki að ég ber sjálf/sjálfur ábyrgð á persónulegum munum mínum í Ævintýralandinu, svo sem fjármunum, úri, veski, yfirhöfnum, farsíma o.þ.h. og að Ævintýralandið tekur enga ábyrgð á lausafjármunum í minni eigu sem glatast eða er stolið á svæðum sem Ævintýralandið hefur til afnota. 
  6.    Ég samþykki að hvers konar notkun áfengis- og vímuefna er óheimil innan veggja Ævintýralandins og lýsi því yfir að ég er og verð ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna þegar ég nota aðstöðu Ævintýralandsins. Gildir þetta ekki um sérstaka viðburði þegar notkun áfengis verður sérstaklega heimil. 
  7.    Ég er upplýstur um og samþykki að Ævintýralandið hefur rétt til þess að neita mér um aðgang að tækjum Ævintýralandsins og/eða vísa mér brott ef starfsfólk Ævintýralansins telur framkomu mína eða athafnir hvers konar ógna öryggi í Ævintýralandinu eða hafi áhrif á að öryggi annarra gesta sé ógnað. 
  8.    Ég er upplýstur um og samþykki að brot á reglum Ævintýralandins eða óviðeigandi hegðun eða framkoma getur leitt til þess að mér verði vísað brott án réttar til endurgreiðslu á aðgangseyri. 
  9.    Ég lýsi því yfir að ég hef fullnægjandi heilsu til að nota tæki og búnað Ævintýralandins og að engin heilsuvandamál hrjái mig sem eru á því stigi að áhrif geti haft á öryggi mitt eða annarra gesta Ævintýralandsins. Þá hef ég upplýst Ævintýralandið um annað ástand mitt sem kann að hafa áhrif á getu mína til þess að nota tæki og búnað Ævintýralandins. 
  10. Mér er fullkunnugt að börnum yngri en fimm ára og barnshafandi konum er óheimilt að fara inn í Skrímslið (stóra loftkastalann) í Ævintýralandinu. Börn undir átta ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Mér er kunnugt um að börn eldri en fimm ára er óheimilt að fara inn í litla Skrímslið(litla loftkastalann) í Ævintýralandinu. Litla Skrímslið er loftkastali án sérstaks eftirlits starfsmanna Ævintýralandsins. Ég ber ábyrgð á börnum mínum sem fara inn í litla Skrímslið.
  11. Mér er kunnugt um að allur matur og drykkur er bannaður í tækjum og búnaði Ævintýralandsins. Einungis matur seldur af Ævintýralandinu er heimill á svæði Ævintýralandsins. Starfsfólk Ævintýralandsins hefur heimild til að fjarlægja allan annan mat og drykk. Reykingar, (þ.m.t. rafréttur) eru stranglega bannaðar á svæði Ævintýralandsins. Gæludýr eru ekki leyfð á svæðinu.
  12. Mér er kunnugt um að allir hlutir sem taldir eru hættulegir eða ætlaðir til að skaða verða gerðir upptækir og ekki skilað aftur. Bannaðar hlutir eru til dæmis oddhvassir hlutir, kveikjarar, glerflöskur, flugeldar, eldfimur vökvi og áfengi.
  13. Mér er kunnugt um að svæði Ævintýralandins er vaktað með myndavélum í því skyni að tryggja öryggi viðskiptavina Ævintýralandsins og tryggja að viðskiptavinir fari eftir þeim leiðbeiningum og reglum sem gilda við notkun einstaka tækja og annars búnaðar Ævintýralandins. 
  14. Mér er kunnugt um að myndatökur gætu mögulega farið fram, ljósmyndun og/eða myndbandsupptökur, þar sem gestir gætu verið á mynd. Með því að samþykkja yfirlýsingu þessa samþykkir undirritaður að Ævintýralandið eða annar viðurkenndur aðili megi nota slíkar myndir eða myndbönd í hvaða kynningar-, auglýsinga- eða kynningarefni á hvaða sniði sem er. Einnig samþykkir undirritaður með undirritun á yfirlýsingu þessari að höfundarréttur á þessu efni er eign Ævintýralandsins.
  15. Mér er kunnugt að Ævintýralandið áskilur sér rétt til að breyta, loka eða fjarlægja hluta brautarinnar án fyrirvara af tæknilegum, rekstrarlegum eða öðrum ástæðum. Engar endurgreiðslur verða gefnar af þessum ástæðum.
  16. Mér er kunnugt um að hver miði gildir aðeins einu sinni og miðinn gildir í eina klukkustund. Miðar eru ekki endurgreiddir vegna afpantana eða ef fólk mætir ekki.
  17. Mér er kunnugt um að önnur starfsemi í Perlunni er Ævintýralandinu óviðkomandi og að aðrir rekstraraðilar í Perlunni bera enga ábyrgð á þeirri starfsemi sem fram fer í Ævintýralandinu.
  18. Með undirritun minni (foreldrar eða aðrir ábyrgðaraðilar í tilviki barna), veiti ég samþykki mitt og staðfestingu á yfirlýsingu þessari. Yfirlýsing þessi er vistuð með öruggum hætti í húsakynnum Ævintýralandsins í Perlunni sem er einungis aðgengilegur takmörkuðum hópi starfsmanna. Yfirlýsingin er einungis til notkunar fyrir Ævintýralandið, og gætt verður trúnaðar um hana og hún ekki afhent 3. aðila nema að undangengnum dómi eða samkvæmt lagaboði. Vistun og meðferð upplýsinganna munu ávallt vera í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu Ævintýralandins sem sett er á grundvelli gildandi persónuverndarlöggjafar. Ævintýralandið kann þó að hagnýta sér, innanhúss, upplýsingar um viðskiptavini eða einstaka hópa viðskiptavina án persónugreiningar þeirra en þó einungis í tilgangi markaðsgreiningar fyrir Ævintýralandið. 

Ég staðfesti hér með að ég hef lesið og skilið ábyrgðayfirlýsingu þessa og er upplýstur um að yfirlýsing þessi er samningur milli mín og Ævintýralandsins vegna þeirra atriða sem finna má í ábyrgðaryfirlýsingu þessari. Ábyrgðaryfirlýsing þessi er ótímabundin. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim

Sjálfsvígstaktík norðurkóreskra hermanna í Úkraínu – Berjast fyrir Kim
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Í gær

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“

Bendir á að vont heldur áfram að versna á meðan þingmenn deila um herbergi – „Virðist sú saga engan endi taka“
Fréttir
Í gær

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður

Veðurstofan uppfærir spána og gefur út rauðar viðvaranir um næstum allt land – Foktjón líklegt og ekkert ferðaveður
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Í gær

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu