Kettina drap hann í Brighton á Englandi en kattadrápin vöktu undrun og óhug mánuðum saman í borginni.
Drápin stóðu yfir frá því í október 2018 þar til í júní 2019. The Guardian segir að fyrir dómi hafi komið fram að nokkrir kattareigendur hafi fundið ketti sína við útidyrnar og hafi þeir þá verið illa særðir.
Lögreglan komst lítið áleiðis við rannsókn málsins þar til mynd náðist af Bouquet á eftirlitsmyndavél sem eigandi eins kattar, sem hann hafði drepið, setti upp.
Bouquet neitaði sök og sagðist ekki vita neitt annað um kattadrápin en það sem hann hefði lesið í fjölmiðlum. Mynd af dauðum ketti fannst í farsíma hans.