fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Öryggisvörður sakfelldur fyrir dráp á níu köttum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn var Steve Bouquet, 54 ára öryggisvörður í verslunarmiðstöð, fundinn sekur um að hafa drepið níu ketti, að hafa sært sjö til viðbótar og að hafa verið með ólöglegan hníf í fórum sínum.

Kettina drap hann í Brighton á Englandi en kattadrápin vöktu undrun og óhug mánuðum saman í borginni.

Drápin stóðu yfir frá því í október 2018 þar til í júní 2019. The Guardian segir að fyrir dómi hafi komið fram að nokkrir kattareigendur hafi fundið ketti sína við útidyrnar og hafi þeir þá verið illa særðir.

Lögreglan komst lítið áleiðis við rannsókn málsins þar til mynd náðist af Bouquet á eftirlitsmyndavél sem eigandi eins kattar, sem hann hafði drepið, setti upp.

Bouquet neitaði sök og sagðist ekki vita neitt annað um kattadrápin en það sem hann hefði lesið í fjölmiðlum. Mynd af dauðum ketti fannst í farsíma hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”