fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Stöðva aftökur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 08:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að stöðva aftökur á vegum alríkisins að sinni. Tíminn verður nýttur til að fara yfir verkferla í tengslum við dauðadóma og framkvæmd þeirra.

Garland segir að mikilvægt sé að tryggja að stjórnarskrárvarin réttindi hinna dæmdu séu virt og að þeir fái mannúðlega og réttláta meðferð.

Joe Biden, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn dauðarefsingum og vilji afnema þær. En hann var hlynntur dauðarefsingum á árum áður og sem þingmaður kom hann að lagabreytingu 1994 þar sem 60 afbrotum var bætt á lista yfir þau afbrot sem geta leitt til dauðadóms.

Forveri hans í Hvíta húsinu, Donald Trump, lét hefja aftökur á nýjan leik í júlí á síðasta ári eftir að 17 ára hlé. 13 voru teknir af lífi á síðustu sex mánuðum Trump í Hvíta húsinu. Aftökurnar í forsetatíð hans voru fleiri en hjá nokkrum öðrum forseta síðustu 120 árin. 6 af þessum 13 aftökum fóru fram eftir forsetakosningarnar í nóvember. Sú síðasta tæpri viku áður en Trump lét af embætti.

Það er aðeins alríkisstjórnin sem gerir hlé á aftökum núna og því geta einstök ríki, þar sem dauðarefsing er í gildi, haldið þeim áfram. Dauðarefsing er í gildi í 28 ríkjum en mörg þeirra framfylgja ekki dauðadómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga