Fegurðardrottningin Kataluna Enriquez, 27 ára, verður fyrsta trans konan til að keppa í Miss USA.
Kataluna braut blað í sögunni þegar var krýnd Miss Nevada síðastliðinn sunnudag og mun nú taka þátt í stærstu fegurðarsamkeppni Bandaríkjanna, Miss USA, í nóvember næstkomandi.
View this post on Instagram
Í spurningarhluta keppninnar talaði Kataluna um hvað hún væri stolt af því sem gerir hana öðruvísi og einstaka.
„Í dag er ég stolt lituð trans kona,“ sagði hún.
„Ég hef lært að það sem gerir mig öðruvísi gerir mig ekki að minni manneskju, heldur stærri. Ég veit að ég mun fara víðs vegar um heiminn því ég er einstök, hvað sem ég þarf að ganga í gegnum.“
View this post on Instagram
View this post on Instagram