fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Héðan gætu vitsmunaverur fylgst með lífinu hér á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. júlí 2021 17:50

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldum saman hafa menn horft til himins og velt fyrir sér hvort líf sé að finna annars staðar en hér á jörðinni. Um leið og við höfum horft til himins og velt þessu fyrir okkur er ekki útilokað að vitsmunaverur, sem búa hugsanlega á öðrum plánetum, hafi horft hingað til jarðarinnar og velt þessu sama fyrir sér.

Í nýrri rannsókn gerðu vísindamenn lista yfir nálæg sólkerfi þar sem staðsetning pláneta er þannig að frá þeim er hægt að sjá jörðina og hugsanlega uppgötva að líf þrífist hér.

Vísindamennirnir fundu 1.715 sólkerfi á nágrannasvæði okkar í himingeimnum þar sem vitsmunaverur gætu hafa séð til jarðarinnar á síðustu 5.000 árum þegar hún fór fram hjá sólinni og geta séð til hennar á næstu 5.000 árum.

Á meðal þessara sólkerfa eru 46 svo nálægt að þar er hægt að greina ótvíræð merki um tilvist okkar mannanna en það eru útvarps- og sjónvarpsmerki en slíkar útsendingar hófust fyrir um 100 árum.

Vísindamennirnir telja að 29 plánetur, sem séu hugsanlega byggilegar, séu þannig staðsettar að þaðan sé hægt að sjá jörðina fara fyrir sólina og hlusta eftir útvarps- og sjónvarpssendingum frá okkur. En hvort hugsanlegar vitsmunaverur á þessum plánetum hafa nokkurn áhuga á að setja sig í samband við okkur ef þær heyra þessi merki er síðan allt annað mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin