fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Höfuðkúpa „Drekamannsins“ þvingar vísindamenn til að endurskoða þróunarsögu mannkynsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. júlí 2021 09:30

Höfuðkúpa drekamannsins. Mynd:Wei Gao

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1933 fundu kínverskir verkamenn mjög stóra steingerða höfuðkúpu af manni þegar þeir voru að smíða brú yfir Songhua í Harbin sem er í nyrsta héraði Kína, Heilongjiang. Kína var hersetið af Japönum á þessum tíma og til að koma í veg fyrir að Japanar kæmust yfir höfuðkúpuna pökkuðu verkamennirnir henni inn og földu í brunni sem var ekki lengur í notkun. Hún kom ekki aftur fram á sjónarsviðið fyrr en 2018 þegar maðurinn sem faldi hana sagði barnabarni sínu frá henni skömmu áður en hann lést.

Rannsóknir alþjóðlegs hóps vísindamanna, undir forystu Qiang Ji prófessors við Hebei Geo háskólann í Kína, hafa leitt í ljós að höfuðkúpan er að minnsta kosti 146.000 ára gömul. Hún er sögð einstök blanda frumstæðra einkenna sem og nýlegri einkenna. Andlitið er sagt líkjast nútímamanninum, Homo sapiens, sérstaklega mikið. En þar með er ekki öll sagan sögð því hún er mun stærri en höfuðkúpur nútímamanna en hún er 15×23 cm sem er töluvert stærra en höfuðkúpur okkar nútímamanna og í henni er gott rými fyrir heila á stærð við heila okkar nútímamanna.

„Ég tel þetta vera eina merkustu uppgötvun síðustu 50 ára,“ hefur The Guardian eftir Chris Stringer, prófessor við the Natural History Museum í Lundúnum, en hann kom að rannsókninni. Hann sagði að höfuðkúpan hefði varðveist mjög vel.

Kínverskir vísindamenn segja að höfuðkúpan sé af áður óþekktri tegund manna og hafa nefnt hana Homo longi eða „Drekamanninn“. Þeir telja að höfuðkúpan skeri sig svo mikið frá öðrum að hún sé af áður óþekktri tegund en Stringer er ekki sannfærður um það og telur að svipuð höfuðkúpa hafi fundist í Dali í Kína 1978.

Rannsóknir vísindamannanna benda til að höfuðkúpan sé af tegund sem er skyldari nútímamönnum en Neanderdalsmönnum. Stringer sagðist sjálfur kalla tegundina Homo daliensis en það sé ekki aðalatriði í málinu, aðalatriðið sé að þetta sé tegund sem skilji sig frá Neanderdalsmönnum og nútímamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið