fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Kvendýrin stýra því hversu stórar sæðisfrumurnar eru

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. júlí 2021 07:30

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt og annað gerist í þróun dýrategunda þegar frjóvgun eggja flyst inn í líkama kvendýranna. Það hefur lengi verið ein af ráðgátum líffræðinnar af hverju sæði er til í svo mörgum stærðum þegar það hefur aðeins eitt hlutverk: Að frjóvga egg.

Nú hafa vísindamenn við Stokkhólmsháskóla fundið svarið við þessu og það er að kvendýrin stýra þessu. Hjá dýrum sem hafa þróast yfir í að eggin frjóvgast inni í kvendýrinu en ekki utan þess þá þróast sæðisfrumurnar miklu hraðar og verða fjölbreyttari.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stokkhólmsháskóla að sögn Videnskab.dk.

Vísindamennirnir rannsökuðu gögn um sæði rúmlega 3.200 dýrategunda, þar á meðal manna. Allt var þetta síðan flokkað niður eftir því hvar frjóvgunin á sér stað, innan eða utan líkama kvendýranna. Það skiptir miklu fyrir þróun sæðisfrumanna að sögn Ariel Kahrl sem vann að rannsókninni. „Tegundir, þar sem frjóvgunin á sér stað að innanverðu – til dæmis hjá spendýrum, fuglum og skordýrum – frjóvgar sæðið eggin á meðan þau eru inni í líkama kvendýrsins en hjá tegundum, þar sem frjóvgunin fer fram utan líkamans – til dæmis hjá ígulkerjum og mörgum fiskategundum, – er sæðinu og eggjunum sleppt út í vatnið og frjóvgunin á sér stað utan líkama kvendýrsins,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu.

Í dýrum, þar sem frjóvgun á sér stað inni í kvendýrunum voru sæðisfrumurnar að meðaltali sex sinnum lengri og þroskuðust hraðar en hjá dýrum þar sem frjóvgunin á sér stað utan líkama kvendýranna.

„Þegar sæði er losað utan líkamans sér náttúran um að halda stærð þessi niðri svo karldýrin geti framleitt mikið af því en þegar sæðið er losað inn í kvendýrin þá geta karldýrin framleitt mun stærri sæðisfrumur,“ er haft eftir Rhonda Snook, dýrafræðingi, í fréttatilkynningunni.

Sæði manna virðist þó vera undantekningin frá þessari reglu. „Í dýrum með stóra líkama, eins og hjá mönnum, þynnist sæðið í kynfærum kvendýranna. Út frá sjónarhóli sæðisins skiptir engu hvort þynningin á sér stað inni í kvendýrinu eða í vatni – þynningin heldur sæðinu litlu. Það er bara þegar sæðið er takmarkað við lítil svæði inni í kvendýrinu sem sæðisfrumurnar verða risastórar,“ er haft eftir Ariel Kahrl í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð